Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ókeypis TíbetBíó í dag

Ég fór í gærkvöldi á ókeypis bíó sem skartaði hlaðborði af nýjustu myndum sem tengjast Tíbet. Þessar myndir eru hverri annarri betri og láta engan ósnortin. TíbetBíó er á vegum Vina Tíbets og liður í að kynna fyrir Íslendingum málefni Tíbets. Það voru sorglega fáir í gærkvöldi og því vil ég hvetja fólk til að mæta í dag því við munum ekki eiga kost á að sýna þessar myndir aftur í bráð án endurgjalds. TíbetBíó er haldið í kjallaranum á Kaffi Rót sem er staðsett að Hafnarstræti 17. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar um bíómyndirnar hér fyrir neðan á ensku.  Sýningar eru ókeypis en frjáls fjárframlög til styrktar Tíbetsku flóttafólki eru vel þegin.... Hlökkum til að sjá ykkur!

sun.14.júní, kl 16 - 17.20: The Unwinking Gaze (2008)
sun.14.júní, kl 17.20 - 17.40: Leaving Fear Behind (2008)
sun.14.júní, kl 17.40 - 18.30: Breaking the Wall of Silence (2008)
sun.14.júní, kl 18.30 - 19.20: Tibet´s Cry for Freedom (2008)

l23246935344_5708.jpg    The Unwinking Gaze (2008): www.unwinkinggaze.com
“The Unwinking Gaze was filmed over a period of three years with exceptional access showing the daily agonies of the [Dalai Lama] as he tries to strike a balance between his Buddhist vows and the realpolitik needed to placate China.”

leavingfearbehind4.jpg•    Leaving Fear Behind (2008): www.leavingfearbehind.com
“Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games.  With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule.  The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances.  The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.”

back_800.jpg•    Breaking the Wall of Silence (2008): www.mpowermedia.no
“A small radio station in the Himalayas creates waves that rock Beijing:  Voice of Tibet in Dharamsala in Northern India broadcasts free and independent news into Tibet daily.  China is doing everything possible to stop it.  Breaking the Wall of Silence is a documentary about a few that dare to challenge the monopoly of information in China...They are all speaking through Voice of Tibet, trying to break China's Great Wall of Censorship.” 

ticrfr.jpg•    Tibet's Cry for Freedom (2008): www.tibetscryforfreedom.com
“Through the eyes of the Dalai Lama and exiled Tibetans in 2007 and 2008, Tibet's Cry for Freedom explores both past and present in Tibet's long suffering non-violent freedom struggle.  Discover the truth about Tibet's history and ponder the future of a nation whose time is fast running out.”



Dalai Lama á Íslandi

Dalai LamaÍ gærkvöld kom Dalai Lama til Íslands. Þetta var söguleg stund fyrir land og þjóð. Það er því hryggilegt að helstu ráðamenn þjóðarinnar sjái sér ekki fært að hitta handhafa friðarverðlauna Nóbels eða hlusta á þann mannkærleika sem hann boðar. Helstu ráðamenn þjóðarinnar bugta sig og beygja fyrir þeim er mannréttindabrotin fyrirskipa, myrða og limlesta, en ekki þann mann sem alltaf hefur boðað friðsamlegar leiðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á að fara aðrar leiðir.

Ég hef lesið mikið um Tíbet, fyrir og eftir hernám Kínverja. Ég hef kynnt mér menningu þjóðarinnar og ég hef horft á menninguna hægt og bítandi tærast upp. Hjarðmenningin er að glatast og allt sem henni fylgdi: söngvar, dansar, handverk. Í Tíbet er 1 hermaður á hverja 10 Tíbeta. Tíbet er ekki síður fangelsi en Gaza. Hef ekki heyrt að það sé auðvelt að verða sér út um ferðaleyfi frá Tíbet. Enn eru hömlur á erlent fréttafólk sem og mannréttindasamtök. 

Ég hef tekið saman töluvert mikið af slóðum er varða málefni Tíbet sem ég hvet fólk til að nýta sér. 

Vinir Tíbets standa fyrir örkvikmyndahátíð í þessum mánuði og verður það auglýst á morgunn, við fengum góðfúslega að hafa borð í anddyri Laugadalshallar og munum þar gefa fólki kost á að skrá sig í félagið eða spyrja spurninga: hér er smá kynning á félaginu:

Vinir Tíbets er félag sem var stofnað í apríl 2008

Tilgangur okkar er:

•    að stuðla að vinasambandi íslensku og tíbetsku þjóðanna og auka þekkingu hér á landi á menningu og sögu Tíbets.

•    að vekja athygli hérlendis á ástandi mála í Tíbet.

•    að standa fyrir fjársöfnun til að hjálpa flóttafólki frá Tíbet.

•    að fá fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og aðra þá sem tengjast málefnum félagsins til að halda erindi, fyrirlestra, tónleika og þess háttar hér á landi.

kertifyrirtibetTil þess að skrá þig í félagið:

•    Endilega skrifaðu upplýsingar þínar á blaðið á borðinu hérna.

•    Eða sendu tölvupóst með nafni, netfangi, GSM og heimilisfangi þínu til info@tibet.is       

2009 Stjórnendur:

•    Formaður: Birgitta Jónsdóttir
•    Ritari: Halldóra Þorláksdóttir
•    Gjaldkeri: Deepa Iyengar
•    Meðstjórnendur: Tsewang Namgyal, Tenzin Dakten, Katrín Björk Kristinsdóttir, Harpa Rut Harðardóttir, Hannes Högni Vilhjálmsson
 


Pyntingar og barsmíðar í Tíbet

Myndband sem afsannar þær staðhæfingar kínverska yfirvalda að Tíbetar sæti ekki pyntingum og barsmíðum. Varúð þetta er ekki fyrir viðkvæm augu.


Samstaða með Tíbetum - 50 ára afmæli "Tibetan Uprising"

Þann 10. mars næstkomandi eru 50 ár liðin síðan H.H. Dalai Lama flúði Tíbet - Þá er 1 ár liðið frá blóðugum átökum í Lhasa sem brutust út vegna mótmæla munka og almennings gegn því alræði sem þessi þjóð býr við.

Enn á ný hefur landinu verið lokað fyrir alþjóða samfélaginu. Vinir Tíbets taka þátt í alþjóða aðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í þeirra baráttu fyrir að lifa af sem þjóð. En í fyrra útskýrði Dalai Lama ástandið í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.

Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að sýna Dalai Lama hollustu sína eða að eiga þjóðarflagg Tíbeta í fórum sínum. Í Tíbet fremja munkarnir frekar sjálfsvíg en að verða fangelsaðir og þurfa að búa við margra ára pyntingar og hrottaskap.

Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast sem og menningarleg arfleifð þessarar friðsælu þjóðar.

Vinir Tíbets stóðu fyrir samstöðu og mótmælafundum fyrir utan kínverska sendiráðið í hverri viku frá því í mars í fyrra þangað til í september. Félagið hefur legið í dvala á meðan efnahagshrunið hér hefur skollið á með fullum þunga, en þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar þá ber okkur skylda til að gleyma ekki þeim er þjást þó í fjarlægum heimshlutum sé. Eftir nokkra mánuði mun Dalai Lama heimsækja þjóð okkar. Það væri gaman að geta sýnt honum að hér er víðtækur stuðningur við þjóð hans sem heimurinn hefur gleymt í 50 ár.

Fjölmennum og sýnum samstöðu með Tíbetum, sýnum kínverskum ráðamönnum að heimurinn lætur málefni Tíbet sig varða.

Ef þú kemst ekki - gefðu þér þá endilega tíma til að skrifa í fjölmiðla um Tíbet eða á bloggið þitt þennan dag. Kveiktu á kerti eða twittaðu - fjésbókaðu þinn stuðning. Vinsamlegast látið sem flesta vita.

Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
 

In a remarkable coincidence, filming concluded in early March 2008 on the eve of the eruption of unprecedented mass Tibetan protests across the Tibetan plateau. Shot primarily in the eastern provinces of Tibet, the film provides a glimpse into the hearts and minds of the Tibetan people and their longstanding resentment of Chinese policies in Tibet.

The filmmakers traversed thousands of miles, asking ordinary Tibetans what they really feel about the Dalai Lama, China, and the Olympic Games. The filmmakers gave their subjects the option of covering their faces, but almost all of the 108 people interviewed agreed to have their faces shown on film, so strong was their desire to express themselves to the world. Excerpts from twenty of the interviews, including a self-recorded interview of the filmmaker himself, are included in the 25 minute film.

The footage reveals with stark clarity that Tibetans are frustrated and embittered by the deterioration and marginalization of Tibetan language and culture; the destruction of the lifestyle of Tibetan nomads through Chinese forced settlement policies; the lack of religious freedom and the vilification of the Dalai Lama; and the broken promises made by the Chinese government to improve conditions in Tibet in the run up to the Olympic games. All are united in their reverence for the Dalai Lama and long for him to return, and as some even dream, to attend the Olympic Games.


Vinir Tíbets þakka fyrir árið sem er að líða

Vetur í TíbetKæru Vinir Tíbets og allir sem láta sig málefni Tíbet varða. Okkur langar til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við að gera störf félagsins möguleg á árinu sem er að líða. Við stofnuðum félagið formlega í apríl á þessu ári. Frá því í mars á þessu ári stóðum við fyrir fjölmörgum viðburðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet, til að sýna Tíbetbúum stuðning, til að kynna menningu Tíbets og til að búa til vettvang til að miðla meiri fróðleik hérlendis um landið og fólkið sem býr þar.

 

 

610x-104.jpgVið hvetjum ykkur til að kynna ykkur Tíbet og menningu landsins. Fjölmargar slóðir að upplýsingum er að finna í tenglasafninu hér til vinstri.

Hér er ljóð sem skáldið Ron Whitehead skrifaði útfrá ræðu Dalai Lama fyrir margt löngu og á ágætlega við hjá okkur í dag. Þýðing: Birgitta. En ljóðið heitir:

Ekki gefast upp

Ekki gefast upp
sama hvað gerist
Ekki gefast upp

Ræktaðu hjarta þitt
Of mikilli orku í heiminum er eytt
í ræktun hugann
í stað hjartans
Ræktaðu hjarta þitt

Sýndu umhyggju
ekki aðeins gagnvart
vinum þínum
heldur gagnvart öllum
Sýndu umhyggju

Stuðlaðu að friði
í hjarta þínu og
um heimsbyggð alla
Stuðlaðu að friði

Og ég endurtek
Ekki gefast upp
Sama hvað gengur á
Sama hvað gerist
í kringum þig

Ekki gefast upp


Opinn félagsfundur Vina Tíbets

Opinn félagsfundur Vina Tíbets verður haldinn á sunnudagskvöldið klukkan 20:00 í kjallara Alþjóðahúss - allir velkomnir - dagskrá fundarins verður fyrst og fremst að þjappa okkur saman og ákveða næstu skref. 

Aðalfundur Vina Tíbets

Næstkomandi sunnudag klukkan 17:00 munu Vinir Tíbets halda aðalfund í húsakynnum Alþjóðahúss að Laugavegi 37. Vegna vankanta í framkvæmd á stofnfundi hefur reynst ómögulegt að skrá félagið formlega, þá hafa flestir sem kosnir voru í stjórn helst úr lestinni vegna anna.
Við viljum því endurkjósa stjórnina og stofna félagið á þann hátt að auðvelt reynist að ganga frá umsókninni til skattayfirvalda.

Fjölmörg og spennandi verkefni eru framundan. Það væri einnig gaman að fá fleiri hugmyndir um hvað við getum gert til að styrkja markmið félagsins: þ.e.a.s. að styrkja menningarleg tengsl á milli Íslands og Tíbets.

Hvet alla þá sem hafa áhuga á Tíbet, magnaðri menningu þeirra (sem er að deyja út), Dalai Lama, Búddhisma eða mannréttindum að koma og vera með í þessu frábæra félagi sem hefur áorkað ótrúlega miklu þó enn telji það aðeins 100 félagsmenn.

Með björtum kveðjum
Birgitta


Mengun í Tíbet

TíbetKínversk yfirvöld hafa ákveðið að leggja nokkra milljarða dollara í frekari álvers, báxítnámur og annan námugröft í Tíbet. Nú þegar er búið að höggva niður nánast alla gömlu skógana í Austur-Tíbet, en þeir voru gríðarlega stórir og fornir. Talið er að ein af ástæðum hinna miklu flóða á láglendinu megi rekja til skógarlausra fjallshlíða í Austur-Tíbet.

Þeir ætla að skapa um 17.000 ný störf sem verða flest mönnuð Han-kínverjum. Vekur þessi ákvörðun enn meira vonleysi meðal útlægra Tíbet um að fá tækifæri á að snúa aftur heim og ótta um að menning þeirra muni með öllu glatast. Það er mikilvægt að fólk hafi í huga að nú þegar eru Tíbetar í minnihluta í sínu eigin landi.

Umhverfisverndarsinnar eða umhverfisvísindamenn hafa ekki aðgang að Tíbet til að meta ástandið, en vitað er að landið hefur meðal annars verið notað fyrir kjarnorkuúrgang og feikilega stórar báxítnámur eru í grennd við Lhasa. Það lítur út fyrir að það eigi að gera við Tíbet eins og var gert við héraðið Orissa á Indlandi- það er nánast ekkert hreint vatn eftir þar og mikið samansafn stóriðju, sér í lagi álvera og báxítnáma.

Fann eina áhugaverða grein um mengun í vatni í Tíbet: http://www.futurewater.nl/uk/projects/tibet

Markmið Vina Tíbets er að afla upplýsinga og setja upp eins konar bókasafn með tíð og tíma sem og eilítið safn heimildamynda og kvikmynda er tengjast Tíbet. Hægt er að kíkja á nokkrar nýjar myndir í slóðasafninu hér til vinstri. 

Ef einhver hefur vitneskju um bækur, rit, kvikmyndir sem taka sérstaklega á umhverfismálum í Tíbet, þá endilega látið okkur vita.


Enn mótmælt

Vinir TíbetsTil hvers mætum við fyrir utan kínverska sendiráðið á hverjum laugardegi?

1. Sendiherranum er skylt að senda skýrslu til sinna yfirmanna í Kína ef mótmælt er fyrir utan sendiráðið. Með því að mótmæla fyrir utan sendiráðið erum við að senda skilaboð beint til Kína um að við líðum ekki þau mannréttindabrot sem framin eru í Tíbet.

2. Tíbet er enn lokað. Engir frjálsir fjölmiðlar hafa aðgang að landinu. Í þessari miklu þögn þrífast handtökur og morð, kúgun og pyntingar. Við viljum sýna yfirvöldum í Kína að við höfum ekki gleymt Tíbet. Við viljum hvetja samlanda okkar til að gera eitthvað til að sýna þessari kúguðu þjóð stuðning. Þeim sem er nóg boðið er frjálst að mæta, hitta annað fólk sem lætur sig annt um Tíbeta og þeirra ánauð.

3. Við viljum sýna Tíbetum í Tíbet sem og þeim sem þurft hafa að flýja landið stuðning í verki. Hægt og bítandi er félagið að stofna til tengsla við önnur félög útlaga og Tíbetvina víðsvegar um heim. Það er mikilvægt fyrir Tíbeta að heyra af stuðning þó hann sé ekki stór í sniðum. 

4. Við mætum þarna til að deila fréttum og varpa fram hugmyndum um hvað við getum gert, bæði sem einstaklingar og hópur til að vekja athygli á Tíbet.

Nú höfum við mætt fyrir utan sendiráðið samtals 28 sinnum, munum gera eitthvað sérdeilis sérstakt þegar við tökum þrítugustu vaktina. Allar hugmyndir vel þegnar.


Þögnin frá Tíbet

tibetreport5.jpgÞað ríkir þögn um Tíbet, í fjölmiðlum. Því ríkir þögn meðal almennings. Á meðan er verið að murka lífið úr friðsömustu þjóð í heimi. Það eru svo sem engar nýjar fréttir, kínversk yfirvöld hafa komist upp með það í 60 ár. Það sem eru nýjar fréttir er að kínversk yfirvöld hafa ákveðið að leggja gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu á álverum og báxítnámum, sem og fleiri skyld verkefni til næstu ára. Áætlunin er að búa til 16.800 ný störf í Tíbet. Þeir sem þekkja til í Tíbet vita að þessi störf eru áætluð fyrir enn frekari landnema af kínversku bergi brotnu.

Það er sjaldgæft að maður heyri fréttir frá Tíbet, það er sjaldgæft að blaðamenn leggist í rannsóknarvinnu og skrifi heilsteyptar greinar um hvað er að gerast þar núna. Þó er auðvelt að nálgast fréttir sem fólk leggur sig í lífshættu að afla. En það eru ekki stóru fréttaveiturnar sem veita þessar fréttir, því landið er lokað og engir alþjóða fréttamiðlar sem geta veitt fréttir. Því eru einu fréttirnar sem við fáum frá flóttafólki eða þeim sem smygla sér inn í landið og lenda oft í fangelsi fyrir vikið. 

Það er sorglegt til þess að vita að við sem þjóð kynnum okkur ekki betur það sem er að gerast í Tíbet, því við erum jú eina ríkið í Evrópu sem á í tvíhliða viðskiptum við Kína. Það ætti að gefa okkur aukið vægi í að þrýsta á kínversk yfirvöld. En lítið fer fyrir því. Eini maðurinn úr ríkisstjórninni sem hefur gert eitthvað til að ræða um Tíbet við kínversk yfirvöld er Björgvin G. viðskiptaráðherra. Allir hinir hafa verið þöglir sem gröfin. Þó ættu þau að vera meðvituð um ástandið, sendi þeim öllum slóð í myndina "Undercover in Tibet" en ég hef ekki fengið nein svör um viðbrögð eða aðgerðir. 

Þjóðarskútan okkar er ef til vill lek og óstöðug en þó höfum við fjárráð að sækja um rándýrt embætti sem meirihluti þjóðarinnar telur að við eigum ekkert erindi í, þ.e.a.s. öryggisráðið. Þar munum við vera enn ein röddin með nákvæmlega ekkert vægi ef við þá komumst inn í þetta ráð þar sem ríki eins og Kína, USA og Rússland ráða öllu. 

Látum ekki þögnina um Tíbet vera viðvarandi. Í slóðasafninu hér til vinstri er að finna fjölmarga staði þar sem hægt er afla sér upplýsinga. Gefðu þér andartak til að kynna þér hvað er í gangi í Tíbet og gerðu svo eitthvað. Greinakorn eða bréf til ráðamanna virðist harla máttlaust en ef við erum nógu mörg þá er ég sannfærð um að það muni skila árangri.

Með björtum kveðjum,
Birgitta


Næsta síða »

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband