Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hvers virði er þjóðerni?

Tíbetarnir flytja þjóðsöng sinnÁ sunnudaginn 16. nóvember fékk fyrsti Tíbetinn sem flutti til Íslands ríkisborgararéttindi sem voru henni með sanni gleðiefni. En einn óþarfa skugga bar þar á. Mannréttindabrot sem íslensk stjórnsýsla neitaði að laga, þrátt fyrir einlæga ósk þessa nýja ríkisborgara okkar. Kona þessi var fædd í Tíbet en flúði þegar hún var barn að aldri með foreldrum sínum og systkinum frá Tíbet til Indlands.

Hún bað um að hún væri skilgreind á pappírum hérlendis sem og í vegabréfi sínu sem að hennar þjóðerni yrði skráð sem Tíbeti en þess var krafist af okkar stjórnsýslu að hún yrði skráð sem Kínverji og að hún væri fædd í Kína. Víða annarsstaðar eru Tíbetar þeir sem fæddir eru í Tíbet skilgreindir sem þeir séu frá Tíbet og bætt við að það sé í kínverska alþýðulýðveldinu. Hún bað um að upplýsingarnar um hana innihéldu einhversstaðar að hún væri frá Tíbet. Enn þráuðust íslenskir embættismenn við og neituðu henni alfarið með kunnuglegum loðintungu afsökunum. 

Tökum nærtæk dæmi svo fólk skilji hve alvarlegt brot þetta er á mannréttindum þessarar konu til að friðþægja kínversk yfirvöld enn og aftur. Þegar við vorum nýlenda Dana, þá er mér stórlega efins um að ef Íslendingur sótti um ríkisborgararéttindi segjum í Bandaríkjunum að hann hafi verið skráður sem Dani en ekki Íslendingur. Tíbet var hernumið og Tíbetar berjast fyrir því að deyja ekki út sem þjóð og verndun menningu sína. Nú búa fleiri Kínverjar í Tíbet en Tíbetar. Það er smánarlegt að við getum ekki gefið þessari konu sem hefur unnið hörðum höndum hérlendis alla tíð og lagt sitt inn í samfélagið okkar, það vinarbragð að leyfa henni að halda einhverju jafn dýrmætu og þjóðerni sínu. Það ættum við að þekkja sjálf sem eitthvað mikilvægt og dýrmætt.

Því miður er öll stjórnsýsla þessa lands í svo miklum lamasessi að lítið þýðir að tala við yfirmenn landsins um þetta mál. En ég ætla að gera mitt þegar um hægist að hjálpa þessari yndislegu konu að fá að vera skilgreind sem Tíbeti en ekki Kínverji.

Ást og virðing, Birgitta


Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband