Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Tíbet á krossgötum

Staða samræðna milli Dalai Lama og ríkistjórnar kínverska alþýðulýðveldisins.
„Ein stjórn fyrir Tíbetbúa“: Brot úr ræðu sem Lodi Gyaltsen Gyari, sérlegur sendifulltrúi Dalai Lama, flutti við Harvardháskólann þann 8. október 2008.

Lodi Gyaltsen Gyari„Í dag býr minna en helmingur Tíbeta á tíbetska sjálfstjórnarsvæðinu. Hinir búa í tíbetskum sjálfstjórnarsýslum og héröðum í Qinghai, Gansu, Sichuan og Yunnan umdæmunum. Allir Tíbetar sem búa á þessum stöðum tala sama tungumál og rækta sömu menningu og hefðir. Rétt eins og Kína vill gera eina þjóð úr mörgum ólík umdæmum, þá þrá Tíbetar líka að vera undir einni stjórn þannig að auðveldara verði að viðhalda þeirra lífsmynstri, hefðum og trú á skilvirkan og friðsaman hátt.
Sagan hefur sýnt að skipting svæðis einnar þjóðar í margar stjórnunareiningar hefur orðið til þess að sérstakt einkenni þjóðarinnar, ásamt getu hennar til að vaxa og dafna, veikist og tærist. Þetta getur einnig hindrað, eða jafnvel grafið undan, friði, stöðugleika og þróun þjóðar.  Slíkar aðstæður eru í mótsögn við það markmið, sem liggur að baki stofnunar kínverska alþýðulýðveldisins, að öll þjóðerni séu jafnrétthá. Til að þeir þrífist má ekki halda Tíbetum aðskildum, heldur skal veita þeim það jafnrétti og þá virðingu sem sæmir sérstakri þjóð.

Kínverjar halda því fram að sjálfstjórnarsvæði Tíbeta samsvari fyrrverandi ríkisstjórn þeirra.  Þar með vilja þeir meina að sú krafa að allir Tíbetar þurfi nú að búa við eina sameiginlega stjórn sé ósanngjörn.  Þessi spurning endar alltaf á sögulegri þrætu um lagalega stöðu Tíbeta undir tíbetsku ríkistjórninni, og sú þræta kemur í veg fyrir að grundvöllur sameiginlegrar framtíðar finnist.  Kínverska ríkisstjórnin hefur endurteiknað innri landamæri eftir hentugleika, og myndi auðveldlega getað það fyrir Tíbet til að tryggja stöðugleika og varðveislu séreinkenna þess.  Áherslan hér getur ekki verið á skiptingu landsvæða, heldur hvernig best er hægt að efla menningu og lífsmynstur Tíbetbúa.

47672882_accb73d4f4_o.jpgKínverska hliðin heldur að við séum að krefjast þess að einn fjórði hluti landflæmis alþýðulýðveldisins verðin skilinn frá öðrum hlutum. Í fyrsta lagi, þá eru slíkar áhyggjur óþarfar þar sem Tíbetar eru ekki að biðja um aðskilnað Tíbets frá Kína.  En önnur og jafnvel mikilvægari er sú staðreynd að landsvæði það sem byggt er Tíbetum er um það bil einn fjórði af landflæmi alþýðulýðveldisins engu að síður, og að kínverska ríkisstjórnin hefur nú þegar skilgreint nær öll tíbetsk svæði sem sjálfstjórnarsvæði: „Tíbetska Sjálfstjórnarsvæðið“, „Tíbetsku Sjálfstjórnarhéröðin“ og „Tíbetsku Sjálfstjórnarsýslurnar“.  Þess vegna er staða okkar hvað varðar skilgreininguna á landinu Tíbet ekki það ósamræmanleg.
Ekki ætti að líta á það að koma á einni stjórn fyrir Tíbetbúa sem tilraun til að stofna „stóra“ Tíbet, eða sem einhverskonar samsæri aðskilnaðarsinna.  Þetta er spurning um að viðurkenna, endurskapa og virða  heildstæðni Tíbeta sem þjóðernis innan kínverska alþýðulýðveldisins.  Þetta er ekki einhver ný eða róttæk hugmynd.  Frá upphafi hafa Tíbetar haft orð á þessu og fulltrúar kínversku ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt þetta sem nokkuð sem þarft er að taka á.  Það er jafnvel tilfellið að þegar 17 liða samþykktin var undirrituð 1951, viðurkenndi Premier Zhou Enlai að hugmyndin um sameiningu tíbetska þjóðernisins væri viðeigandi.  Á svipuðum nótum, þá sagði Premier Chen Yi árið 1956 þegar hann var í Lhasaa að það væri gott fyrir þróun Tíbets, og fyrir vinsamlegt samband Tíbeta og Kínverja, að láta í framtíðinni tíbetska sjálfstjórnarsvæðið ná yfir öll þjóðsvæði Tíbeta, þar með talin þau sem eru í öðrum umdæmum.

Tíbetar berjast fyrir rétti sínum sem þjóð til að vernda sérstöðu sína með sameinaðri stjórn. Þetta myndi auðvelda Tíbetum að vera hluti af kínverska alþýðulýðveldinu þar sem þetta myndi tákna virðingu fyrir heildstæðni þeirra og sérstöðu.

Kínverskir ráðamenn vita mjög vel að þessi þrá Tíbeta er ekki aðeins tjáð af hinum heilaga Dalai Lama og Tíbetum í útlegð, heldur einni af Tíbetum í Tíbet, þar með töldum háttsettum félögum kommúnistaflokksins.  Þetta kom berlega í ljós fyrr á þessu ári þegar Tíbetar út um alla tíbetsku hásléttuna sýndu fyrirvaralaust hvaða tilfinningar þeir báru til kínverskra stefnumála. Þessi þróun sýndi mikla þörf á allsherjarlausn þeirra mála sem snúa að Tíbetum öllum.“ (þýð. HHV)
Alla ræðuna á ensku má finna hér:



Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband