Leita í fréttum mbl.is

Móttökustöðin í Dharamsala

frostbit

Móttökustöðin í Dharamsala var opnuð árið 1990 til að bregðast við auknum fjölda nýrra flóttamanna sem flúið höfðu Tíbet til að leita hælis í Indlandi. Stanslaus straumur fólks hefur verið í móttökustöðina frá opnun hennar og fer enn vaxandi. Talið er að um 3000 manneskjur nái að flýja Tíbet á hverju ári. 1/3 flóttafólksins eru börn og unglingar sem koma í 90% tilvika án forráðamanna. Allir eru þeir aðframkomnir af hungri og vosbúð eftir mánaðargöngu yfir hæstu fjöll heimsins. Þá er það fremur algengt að flóttafólkið missi tær, fingur eða fætur vegna frostbita. Móttökustöðin í Dharamsala er mikilvægur áfangi í að takast á við nýtt líf eftir þessa miklu háskaför að ógleymdum ómannúðlegum ástæðum flóttans frá hinu hernumda landi.

Á hverjum degi er móttökustöðin yfirfull af nýkomnum flóttamönnun en þar er þeim veitt húsaskjól, fæði og læknishjálp. Eftir nokkrar vikur í móttökustöðinni er flóttafólkið aðstoðað við að finna sér samastað í einhverja af þeim byggðum sem Tíbetar hafa byggt upp á Indlandi.

Móttökustöðin hjálpar nýkomnum flóttamönnum við að finna sér atvinnu, skóla eða klaustur. Auk þess veitir stöðin þjálfun og fjárhagsaðstoð til þeirra flóttanna sem reyna að koma á stofn eigin fyrirtækjum.

Ein saga af þúsund áþekktra fundin úr dagbók ferðamanns um ferðalag hans nýverið til Dharmasala.

"Ég er nýkomin frá flóttamannamóttökustöðinni þar sem ég tók viðtöl við tvær konur, nýkomna flóttamenn frá Tíbet. Snortin af sögu þeirra þvældist ég um göturnar til að fá ferskt loft og yfirsýn. Þær höfðu  nýlokið göngu sem tók þær meira en mánuð yfir Himalayafjöllin. Hin 23 ára gamla nunna, Ngima hafði flúið vegna þess að hún hafði verið gerð brottræk úr klaustrinu sínu og hafði hún jafnframt verið þvinguð til að leggja kufli sínum því hún neitaði að hafna Dalai Lama sem trúarleiðtoga. Svo var það Dadon, hún var bara 12 ára og hafði verið send af foreldrum sínum í þessa ferð svo hún ætti möguleika á að fá menntun á sínu eigin tungumáli, og læra um sögu og menningu sína.

Á meðan á flóttanum stóð, lenti hópurinn þeirra sem samanstóð af 30 flóttafólki í miklum snjóstormi. Ngima þurfti að bera 9 ára gamla stelpu sem hafði byrjað að dragast aftur úr hópnum. En barnið dó á bakinu á Ngima. Án annarra úrræða, urðu þau sem eftir lifðu að skilja eftir líkamas túlkunnar sem og fjögurra annarra barna sem létust af vosbúð í snjónum sem náði þeim upp að mitti.

Dadon, eins og flest flóttafólkið gekk yfir fjöllin í tennisskóm, með fátæklegar eigur sínar í pokum. Hún missti allar tærnar sínar vegna frostbita. Þegar ég hitti hana var hún full tilhlökkunar vegna þess að draumur hennar um að fá að hitta Dalai Lama var við það að rætast. Allir flóttamenn sem dveljast í flóttamannamóttökustöðinni fá að hitta hann áður en þeim er komið fyrir í skólum eða klaustrum."

Markmið flóttamannmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á ókeypis aðstöðu fyrir nýkomna flóttamenn fyrstu 30 dagana. Margir hafa orðið fyrir hremmingum eftir að þeir komu til Nepal, en maóískir hermenn sitja gjarnan fyrir þeim og ræna frá þeim því litla sem þau eiga, berja þau og nauðga konum og stúlkum.

Þá er það einnig markmiðið hjá móttökunni að bjóða upp á fría sjúkrameðhöndlun og endurhæfingu fyrir þá sem hafa verið pyntaðir. Einnig er boðið upp á almenna heilsugæslu og bólusetningar fyrir alla nýja flóttamenn, sér í lagi þungaðar konur og ung börn.

Mikilvægt er að hjálpa börnunum að aðlagast og finna skóla fyrir þau sem og að koma munaðarleysingjunum í fóstur.

Mikið starf er framundan og er gegnum streymið af flóttafólki stöðugt að aukast. Þessi markmið muni ekki nást að fullu nema með fjárhagsaðstoð velviljað fólks og stofnanna. En S.Þ. styrkja flóttamannamiðstöðina en það hrekkur bara ekki til.

 


Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband