Leita í fréttum mbl.is

Að ferðast um Tíbet

Ferðalag til Tíbet er fyrir flesta mikil upplifun og margirhafa heillast af landi og þjóð eftir að hafa komið þangað. Margir ferðalangarhafa áhyggjur af því að með því að ferðast til landsins séu þeir að auka enn áánauð Tíbeta í landinu með því að styrkja kínverska ferðamannaiðnaðinn ílandinu. Félagið Canda Tibet Committe (sjá www.tibet.ca),birti eftirfarandi grein um hvernig ferðamenn geta sýnt ábyrgð gagnvartástandinu í Tíbet.

Trúarbrögð og menning:
Farið eftir siðvenjum. Tíbetar eru mjög trúað fólk og kunna vel að meta þaðþegar aðkomumenn leggja sig eftir því að virða nokkrar einfaldar siðareglur semtíðkast.  Gangið alltaf réttsælis í kringum hof, helga staði eða innanklaustranna. Takið ofan höfuðföt og reykið ekki þegar klaustur er heimsótt.Ekki skal snerta styttur eða skrautmuni og forðast skal að nota myndavélar meðflassi nema fengist hafi leyfi til þess fyrst. Ryðjist ekki fram fyrir raðirpílagríma eða truflið athafnir sem eru í gangi. Það er mikilvægt að snerta ekkihöfuð munka eða benda í átt til þeirra með fótunum. Farið varlega í að snertamunka eða nunnur, það er ekki alltaf við hæfi. Farið aldrei léttklædd inn íklaustur eða helgistaði. 

Það er er aldrei við hæfi að ferðamenn seilist inn ájarðarfarir, þær eru heilög stund og einkamál fjölskyldna. (Dæmi eru um aðkínverskir starfsmenn í ferðaþjónustu hafi hvatt ferðamenn til að leita uppijarðarfarir til að fylgjast með).

Sumir Tíbetar trúa því að myndir steli úr þeim sálinni. Í öllufalli er dónalegt að taka myndir af fólki án þess að spyrja það leyfis.

Styðjið trúfrelsi. Frjáls framlög sem skilin eru eftir áaltörum eða framlagakössum í stóru klaustrunum fara beint í vasakommúnistaflokksins og eru ekki endilega notaðir til að styðja við klaustrinsjálf. Hægt er að gefa framlög til einstaklinga. Ný föt, matur, filmur og bækureru vel metnar gjafir. Óhætt er að gefa framlög í litlum klaustrum sem eru úralfaraleið, þar sem eftirlit með þeim er ekki jafn strangt. Á afskekktari stöðumeru kerti, bænafánar, poki af "tsampa" (byggi) eða te oftast mikils metnargjafir.

Verslun:
Verslið við Tíbeta. Viljir þú styðja við bakið á Tíbetum, menningu þeirraog fjárhag, þá er rétt að gæta að því að verslað sé í tíbeskum búðum eðasölubásum á mörkuðum. Gríðarlegur straumur er af kínverskum innflytjendum tilLhasa og annarra borga, sem hefur valdið því að atvinnuleysi og fátækt meðalTíbeta hefur aukist. Dalai Lama hefur kallað þennan innflytjendastraum einastærstu ógnina sem steðjar að tíbeskri menningu. Gætið einnig að veitingahúsumog testofum. Veljið tíbeskan mat og drykki í stað kínverskra eða innfluttra.

Verðbólga er mikið vandamál í Tíbet og ferðamenn stuðla aðhækkun hennar þegar þeir greiða okurverð fyrir vörur, því um leið hækkar þaðverð sem Tíbetar þurfa að greiða fyrir þær. Prútt er hluti af menningunni íTíbet, en þó er engin ástæða til að ganga of langt í því.

Kaupið ekki forngripi. Flestum listaverkum og dýrgripumTíbeta hefur þegar verið rænt eða þeir eyðilagðir af hersveitum Kína. Góðþumalputtaregla er að kaupa aldrei af þeim sem reynir að selja hluti leynilegaheldur halda sig við verslanir og markaði. Í sumum tilfellum reynir fólk aðselja erfðagripi fjölskyldna sinna eða trúarlega gripi til að brauðfæðafjölskylduna. Leitið leiða til að hjálpa fólki á annan hátt en að eiga í slíkumviðskiptum, sem svipta fólk menningarlegum verðmætum þeirra.

Umhverfisvænn ferðaiðnaður:
Hjálpið til við að vernda náttúru og dýralíf í Tíbet. Kaupið aldrei vörur semframleiddar eru úr villidýrum, sérstaklega dýrum í útrýmingarhættu. T.d. feldisnjóhlébarða og tígrisdýra, antilópuhorn, bjarnarhramma eða lyf sem framleidderu úr þessum dýrategundum. (Gott er að hafa þetta líka í huga bæði í Nepal ogKína).

Skiljið aðeins eftir fótspor. Lífríki og náttúraHimalayasvæðisins er mjög viðkvæmt. Sértu á leið í fjallgöngu þarftu að faravarlega þar sem eyðilegging á fágætum plöntum er að verða vandamál fyrirlífríkið á þessu svæði.

Í gönguferðum skal nota steinolíu sem eldsneyti, einnigþegar viður er fáanlegur. Sorp þarf að urða a.m.k. 100 fet frávatnsuppsprettum, pappír þarf að brenna og bera þarf flöskur og dósir til bakameð sér. Vertu skipulagður og kauptu mat sem er ekki í miklum umbúðum. Best erað vera með sinn eigin mat, því fjallaþorpin eiga ekki alltaf umfram mat.

Viljirðu vera með litlar gjafir fyrir fólk sem þú kynnist,hugsaðu þá málið til enda áður en þú fyllir bakpokann af plastdrasli. Oftast ermeira viðeigandi að gefa sér tíma í að setjast niður með fólki til að spjallaeða leika við börnin, heldur en að dreifa alls staðar óþarfa dóti eins og ávörusýningu!

Hópferðir:
Nýtið þjónustu reyndra tíbeskra leiðsögumanna. Flestir fara til Tíbet íhópferðum. Allar ferðaskrifstofur þurfa eiga viðskipti við ferðamálaskrifstofuí Lhasa. Svo vitnað sé í vanan leiðsögumann, "Þegar þú ferð til Frakklands þáviltu ekki þýskan leiðsögumann. Þegar þú ferð til Tíbets þá viltu heldur ekkikínverskan leiðsögumann." En fyrst og fremst þá hvetur það til aukinnaatvinnutækifæri fyrir Tíbeta. Athugið hvort einhverjar tíbeskarferðaskrifstofur séu til staðar þegar farið er til Tíbet. Fyrirtæki sem mælt ermeð eru: Lhasa Travel og Chinese Workers Travel Service (CWTS).  Fyrirtækisem alls ekki er mælt með eru: China International Travel Service (CITS), ChinaYouth Travel Service (CYTS) og Tibet International Travel Service (TITS).Spyrjið að því hvaða fyrirtæki ykkar ferðaskrifstofa verslar við.

Slítið ykkur laus frá hópnum stöku sinnum.  Flestir semfara til Tíbets segja frá því að bestu stundirnar hafi verið í samskiptum viðheimamenn. Heimsækið þorp eða sveitir. Heimsækið klaustrin án hópsins eðasetjist á testofu. Hafið þó í huga að eiga ekki í samskiptum við Tíbeta fyrirframan kínverska hermenn. Hafið í huga gildandi ástand í landinu og að Tíbetargeta lent í yfirheyrslum hjá lögreglu fyrir það eitt að tala við útlendinga.Farið með gát nálægt hundum, þeir eru oft þjálfaðir varðhundar og geta veriðhættulegir.

Farangur:
Tíbetar eru mjög þakklátir fyrir að fá myndir af Dalai Lama eða bækur um hann,en slíka hluti skal varast að láta sjást í Tíbet. Sjái kínverskir lögreglumenneða hermenn Tíbeta með slíkt eru vandræði vís. Hafir þú hitt Dalai Lama, þáhafa Tíbetar flestir mikinn áhuga á að heyra um það, einnig að hann sé við góðaheilsu og njóti stuðnings frá heimsbyggðinni allri. Ef fara þarf yfir landamæriskal hafa í huga að tíbeski fáninn, í hvaða formi sem er, verður gerðurupptækur ef hann finnst.

Leitið eigin upplýsinga.  Besta ferðahandbók sem til erum Tíbet er "Tibet Guide" eftir Stephen Batchelor. Einnig er mælt með "PowerPlaces of Central Tibet" eftir Keith Dowman eða "Tibet: A Complete Guide" eftirElizabeth Booz. Flestir ferðamenn sem fara til Tíbet, fara í hópferð meðleiðsögumanni á vegum hins opinbera. Slíkir leiðsögumenn eru ekki líklegir tilað gefa rétt svör við spurningum um sögu, trúarbrögð eða stjórnmál.

Verið vel upplýst áður en haldið er af stað! Lesið bækur umsögu Tíbets og um þjóðina. Kynni ferðalangar sér eitthvað af áróðri kínverskrayfirvaldi áður en haldið er af stað, eru þeir fljótir að þekkja hann afturþegar komið er til Tíbets. Skoðið tíbesk kort af landinu, og þekkið tíbesk nöfná borgum, bæjum, klaustrum og helstu kennileitum. Fyrir þá metnaðarfullu erhægt að vera með vasaorðabók á tíbesku. Talið ekki kínversku við Tíbeta,spreytið ykkur frekar á þeirra eigin tungumáli.

Verið ekki hrædd um að Kínverjar hendi ykkur í steininnfyrir stuðning við Tíbeta. En munið að Tíbetar geta verið í hættu vegnasamskipta við ferðamenn. Látið Kínverja vita ef ykkur misbýður eitthvað sem þiðsjáið, og er augljóslega brot á Tíbetum. Það er ýmislegt hægt að gera til aðhjálpa og líkur eru á því að þeir sem fara einu sinni til Tíbets, vilji geraþað aftur. 


Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 896

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband