Leita í fréttum mbl.is

Vinir Tíbets þakka fyrir árið sem er að líða

Vetur í TíbetKæru Vinir Tíbets og allir sem láta sig málefni Tíbet varða. Okkur langar til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við að gera störf félagsins möguleg á árinu sem er að líða. Við stofnuðum félagið formlega í apríl á þessu ári. Frá því í mars á þessu ári stóðum við fyrir fjölmörgum viðburðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet, til að sýna Tíbetbúum stuðning, til að kynna menningu Tíbets og til að búa til vettvang til að miðla meiri fróðleik hérlendis um landið og fólkið sem býr þar.

 

 

610x-104.jpgVið hvetjum ykkur til að kynna ykkur Tíbet og menningu landsins. Fjölmargar slóðir að upplýsingum er að finna í tenglasafninu hér til vinstri.

Hér er ljóð sem skáldið Ron Whitehead skrifaði útfrá ræðu Dalai Lama fyrir margt löngu og á ágætlega við hjá okkur í dag. Þýðing: Birgitta. En ljóðið heitir:

Ekki gefast upp

Ekki gefast upp
sama hvað gerist
Ekki gefast upp

Ræktaðu hjarta þitt
Of mikilli orku í heiminum er eytt
í ræktun hugann
í stað hjartans
Ræktaðu hjarta þitt

Sýndu umhyggju
ekki aðeins gagnvart
vinum þínum
heldur gagnvart öllum
Sýndu umhyggju

Stuðlaðu að friði
í hjarta þínu og
um heimsbyggð alla
Stuðlaðu að friði

Og ég endurtek
Ekki gefast upp
Sama hvað gengur á
Sama hvað gerist
í kringum þig

Ekki gefast upp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg Jól

Er Dalai Lama í alvöru að fara að heimsækja Ísland? Nýlega þá kynntist ég baráttu Tíbeta, en ég var algjörlega fáfróður um þessa baráttu fyrr en ég kom til Dharamsala á Indlandi, en ég var þar í um sex vikur.

Eru margir í þessu félagi? Hvað geriði, skipuleggiði mótmæli? Ég hef ákveðið að reyna að vekja athygli á málstaðnum með bróður mínum, við lofuðum tveimur munkum því sem við kynntumst í McLeod.

Afhverju gerir enginn neitt, eru það "viðskiptahagsmunir"? Mikið þykir mér það rangt að líta framhjá þessu útaf peningum.

Ég sendi stjórnmálamönnum á Íslandi bréf og spurði um stefnu stjórnvalda um málefni Tíbets 10. des en þeir hafa ekki svarað.

Ég og bróðir minn erum báðir til í að taka þátt í mótmælum með ykkur ef þið eruð með svoleiðis.

Matthías (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband