Leita í fréttum mbl.is

Samstaða með Tíbetum - 50 ára afmæli "Tibetan Uprising"

Þann 10. mars næstkomandi eru 50 ár liðin síðan H.H. Dalai Lama flúði Tíbet - Þá er 1 ár liðið frá blóðugum átökum í Lhasa sem brutust út vegna mótmæla munka og almennings gegn því alræði sem þessi þjóð býr við.

Enn á ný hefur landinu verið lokað fyrir alþjóða samfélaginu. Vinir Tíbets taka þátt í alþjóða aðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í þeirra baráttu fyrir að lifa af sem þjóð. En í fyrra útskýrði Dalai Lama ástandið í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.

Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að sýna Dalai Lama hollustu sína eða að eiga þjóðarflagg Tíbeta í fórum sínum. Í Tíbet fremja munkarnir frekar sjálfsvíg en að verða fangelsaðir og þurfa að búa við margra ára pyntingar og hrottaskap.

Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast sem og menningarleg arfleifð þessarar friðsælu þjóðar.

Vinir Tíbets stóðu fyrir samstöðu og mótmælafundum fyrir utan kínverska sendiráðið í hverri viku frá því í mars í fyrra þangað til í september. Félagið hefur legið í dvala á meðan efnahagshrunið hér hefur skollið á með fullum þunga, en þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar þá ber okkur skylda til að gleyma ekki þeim er þjást þó í fjarlægum heimshlutum sé. Eftir nokkra mánuði mun Dalai Lama heimsækja þjóð okkar. Það væri gaman að geta sýnt honum að hér er víðtækur stuðningur við þjóð hans sem heimurinn hefur gleymt í 50 ár.

Fjölmennum og sýnum samstöðu með Tíbetum, sýnum kínverskum ráðamönnum að heimurinn lætur málefni Tíbet sig varða.

Ef þú kemst ekki - gefðu þér þá endilega tíma til að skrifa í fjölmiðla um Tíbet eða á bloggið þitt þennan dag. Kveiktu á kerti eða twittaðu - fjésbókaðu þinn stuðning. Vinsamlegast látið sem flesta vita.

Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
 

In a remarkable coincidence, filming concluded in early March 2008 on the eve of the eruption of unprecedented mass Tibetan protests across the Tibetan plateau. Shot primarily in the eastern provinces of Tibet, the film provides a glimpse into the hearts and minds of the Tibetan people and their longstanding resentment of Chinese policies in Tibet.

The filmmakers traversed thousands of miles, asking ordinary Tibetans what they really feel about the Dalai Lama, China, and the Olympic Games. The filmmakers gave their subjects the option of covering their faces, but almost all of the 108 people interviewed agreed to have their faces shown on film, so strong was their desire to express themselves to the world. Excerpts from twenty of the interviews, including a self-recorded interview of the filmmaker himself, are included in the 25 minute film.

The footage reveals with stark clarity that Tibetans are frustrated and embittered by the deterioration and marginalization of Tibetan language and culture; the destruction of the lifestyle of Tibetan nomads through Chinese forced settlement policies; the lack of religious freedom and the vilification of the Dalai Lama; and the broken promises made by the Chinese government to improve conditions in Tibet in the run up to the Olympic games. All are united in their reverence for the Dalai Lama and long for him to return, and as some even dream, to attend the Olympic Games.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Denni (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:14

2 identicon

Skoðið þetta til að vita virkilega hvað Kínversk stjórnvöld meina...

http://www.youtube.com/watch?v=x9QNKB34cJo

Denni (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband