Leita í fréttum mbl.is

Dalai Lama á Íslandi

Dalai LamaÍ gærkvöld kom Dalai Lama til Íslands. Þetta var söguleg stund fyrir land og þjóð. Það er því hryggilegt að helstu ráðamenn þjóðarinnar sjái sér ekki fært að hitta handhafa friðarverðlauna Nóbels eða hlusta á þann mannkærleika sem hann boðar. Helstu ráðamenn þjóðarinnar bugta sig og beygja fyrir þeim er mannréttindabrotin fyrirskipa, myrða og limlesta, en ekki þann mann sem alltaf hefur boðað friðsamlegar leiðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á að fara aðrar leiðir.

Ég hef lesið mikið um Tíbet, fyrir og eftir hernám Kínverja. Ég hef kynnt mér menningu þjóðarinnar og ég hef horft á menninguna hægt og bítandi tærast upp. Hjarðmenningin er að glatast og allt sem henni fylgdi: söngvar, dansar, handverk. Í Tíbet er 1 hermaður á hverja 10 Tíbeta. Tíbet er ekki síður fangelsi en Gaza. Hef ekki heyrt að það sé auðvelt að verða sér út um ferðaleyfi frá Tíbet. Enn eru hömlur á erlent fréttafólk sem og mannréttindasamtök. 

Ég hef tekið saman töluvert mikið af slóðum er varða málefni Tíbet sem ég hvet fólk til að nýta sér. 

Vinir Tíbets standa fyrir örkvikmyndahátíð í þessum mánuði og verður það auglýst á morgunn, við fengum góðfúslega að hafa borð í anddyri Laugadalshallar og munum þar gefa fólki kost á að skrá sig í félagið eða spyrja spurninga: hér er smá kynning á félaginu:

Vinir Tíbets er félag sem var stofnað í apríl 2008

Tilgangur okkar er:

•    að stuðla að vinasambandi íslensku og tíbetsku þjóðanna og auka þekkingu hér á landi á menningu og sögu Tíbets.

•    að vekja athygli hérlendis á ástandi mála í Tíbet.

•    að standa fyrir fjársöfnun til að hjálpa flóttafólki frá Tíbet.

•    að fá fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og aðra þá sem tengjast málefnum félagsins til að halda erindi, fyrirlestra, tónleika og þess háttar hér á landi.

kertifyrirtibetTil þess að skrá þig í félagið:

•    Endilega skrifaðu upplýsingar þínar á blaðið á borðinu hérna.

•    Eða sendu tölvupóst með nafni, netfangi, GSM og heimilisfangi þínu til info@tibet.is       

2009 Stjórnendur:

•    Formaður: Birgitta Jónsdóttir
•    Ritari: Halldóra Þorláksdóttir
•    Gjaldkeri: Deepa Iyengar
•    Meðstjórnendur: Tsewang Namgyal, Tenzin Dakten, Katrín Björk Kristinsdóttir, Harpa Rut Harðardóttir, Hannes Högni Vilhjálmsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Laman mætti gjarna taka við sem formaður Sjálfstæðisflokksins!

Betri er einn Marxisti í Valhöll en fjórir á fjöllum.

Batnandi Lama er best að lifa!

Vilhelmina af Ugglas, 1.6.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Maðurinn er fullur af visku og kærleika og mikil guðsgjöf að einhverjir vitibornir menn og konur skuli skynja það.

Ekki getum við dvalið í fortíðinni um aldur og ævi!

Viljum við ekki fyrirgefningu syndanna okkar? Fáum við fyrirgefningu okkar synda ef við ætlum ekki að fyrirgefa syndir annara? Ok við fáum það en getum við sýnt þann þroska að fyrirgefa? 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband