Leita í fréttum mbl.is

Föst fundaraðstaða vina Tíbets

Vinum Tíbets hefur boðist kostatilboð um fasta fundaraðstöðu í kjallara Alþjóðahúss. Verið er að standsetja kjallarann svo hann verði hæfur til fundarhalds. Við vorum þarna dágóður hópur fólks frá öllum heimshornum og ýmsum félögum, að taka til og mála á föstudagskvöldið og vonandi tekst okkur að klára þetta næsta föstudag. Aðstaðan verður frábær fyrir svona lítil félög eins og okkar sem oft eru á hálfgerðum hrakhólum þegar verið er að byggja þau upp. Frábært að fá þessa aðstöðu. 

Annars þá er ég ákafur aðdáandi Alþjóðahúss og finnst það starf sem þar er unnið hið mesta þarfaþing, mætti jafnvel líkja því starfi sem hornsteini en margir gera sér ekki grein fyrir hve mikilvægur hann er. Hef fylgst með starfsemi Alþjóðahúss frá upphafi og veit hvað það skiptir miklu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu okkar. Ég hef svo oft búið erlendis og veit hvað það getur verið snúið að læra á samfélagið í kringum mig ef engin aðstoð er í boði.

Fáni TíbetÁ næstu dögum mun ég setja inn fleiri fastar síður með fræðsluefni er tengist Tíbet, var að setja inn grein um fána Tíbets og hvet ykkur til að lesa hana. Ótrúlega falleg hugsun sem liggur að baki fánans. 

Einn félagi hefur verið öðrum duglegri að þýða greinar og kann ég henni bestu þakkir fyrir það:)

Með björtum kveðjum

Birgitta


Dalai Lama mun leiða föstu fyrir friði og frelsi

Dalai LamaÁ morgunn laugardag hefst fasta fyrir friði og frelsi víðsvegar um heim- í gær var tvísýnt hvort að Dalai Lama gæti tekið þátt. Enn hann var lagður inn á spítala vegna verkja í kviði. Í morgunn var komin yfirlýsing frá honum þess efnis að honum liði miklu betur og mun leiða föstuna.

Hvet alla sem hafa trú á að friður og frelsi sé eitthvað sem skiptir þá máli að taka þátt þó ekki væri nema með því að eyða smástund á laugardaginn til að opna hjarta sitt:)

Við munum fasta frá 9 til 21 og ef fólk hefur áhuga á að taka þátt í bænahugleiðslustund með okkur hafið samband info@tibet.is og við látum ykkur vita hvar það verður. Það veltur alfarið á hve margir ætla að mæta:) en hugmyndin er að hittast klukkan 14 eftir hina vikulegu mótmælastöðu fyrir utan sendiráðið kínverska.

 

Long Life Prayer
for
His Holiness Tenzin Gyatso, the XIV Dalai Lama

For this realm encircled by snow covered mountains
you are the source of every benefit and bliss without exception
Tenzin Gyatso, you who are one with Avalokiteshvara:
may you remain steadfast until samsara's end !
 


Fastað fyrir friði á laugardag

Dalai LamaNæstkomandi laugardag mun fjöldi fólks um heim allan taka þátt í 12 tíma táknrænni föstu. Fastan hérlendis mun hefjast klukkan 9 að morgni og enda klukkan 21 á laugardagskvöldið. Einn liður föstunnar er að kyrja saman og hugleiða. Læt fylgja með leiðbeiningar fyrir föstuna og tilgang hennar.

Aðalatriðið er að vera með, þeir sem treysta sér ekki til að notast aðeins við vatn í tólf tíma vegna heilsufarsástæðna geta samt tekið þátt, þó ekki væri nema í 10 mínútur. Þess er farið á leit frá Dharamsala að skrá hve margir tóku þátt og bið ég því ykkur um að láta mig vita ef þið ætlið að taka þátt. Það má að sjálfsögðu fá sér að borða áður en fastan hefst og ég mæli með því að þeir sem eru ekki vanir að fasta fái sér eitthvað í gogginn áður - eitthvað létt þó eins og ávexti eða eitthvað slíkt.

Best væri ef fólki myndi nota einhvern hluta dagsins annað hvort með öðrum eða eitt og sér og myndi kyrja og hugleiða ef það er vant slíku, ef fólk hefur ekki reynslu af slíku getur það hugleitt á hvern þann hátt sem því er tamt.

Megintilgangurinn er að hugsa til og biðja fyrir þeim sem látist hafa í Tíbet vegna hernámsins sem og fyrir góðri heilsu Dalai Lama svo hann geti haldið áfram að vinna að friði í heiminum okkar. Nýjustu fréttir eru þær að hann var lagður inn á spítala í dag vegna kviðaverkja og mun ekki gegna neinum opinberum störfum næstu þrjár vikurnar vegna ofþreytu. Bið ykkur því um að senda honum styrk og birtu. Upprunalega ætlaði hann að leiða þessa föstu og bænastund en ekki mun verða að því.

Við ætlum eins og alltaf að hittast fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á laugardaginn og þeir sem hafa áhuga á að kyrja með okkur eru velkomnir að gera það eftir mótmælastöðuna við sendiráðið. Við munum ákveða hvert við förum að kyrja útfrá hve margir hafa áhuga á að gera það með okkur.

Með þakklæti og friði
Birgitta

Detail programme of 12-hour long Fasting and Prayer Service to be observed by Tibetans, Tibet supporters and by the peace loving people of the world on 30th August 2008 or Last day of the 6th Month in Tibetan Calendar.

Aims of this Fasting and Prayer Service:

a) To purify negative actions of all beings, particularly of Tibetan and Chinese people, and, to accumulate and multiply our collective good karma. As a result, this will:

b) Bring long, healthy life to His Holiness the Dalai Lama and help his activities to prosper and benefit all sentient beings.

c) Ease all the conflicts, diseases, sufferings, and natural calamities in the world, so that all beings shall live in peace and harmony.

d) Cleanse the negative actions of all those Tibetans who have died fighting for their political cause in the aftermath of March protest in Tibet this year and help them reborn in higher realm and eventually get freed from vicious Samsaric cycle. And, instantaneously relieve those Tibetan who are still enduring atrocities under the brutal Chinese oppression from their sufferings, and for the truth of Tibetan issue to prevail soon.

e) Finally get all those people in the world in general and Tibetans in particular, who have been victims of forced oppression and violence and deprived of their religious freedom and freedom of conscience and expression, be freed and enjoy state of well-being and freedom. And, dismantle all the hatred in the hearts of oppressors and guide them with discerning wisdom, and

f) Earnestly remind and appeal to all the human beings to effectively counter the acts of oppression, violence and injustice with non-violent and peaceful means, borne out of compassion and loving kindness to our oppressor.

Duration of Fasting and Prayer Service:
a) On the auspicious day of 30th August 2008 and the last day of 6th Month in Tibetan Calendar, the Fasting and Prayer Service shall be observed in one's respective area from 7 a.m. till 7 p.m. for 12 hours.

b) In specific area of special cases, if the above timing is inconvenient they can modify the timeline, suppose, from 0800 hrs to 2000 hrs but the idea is to observe 12 hours long fast and prayer on that day.

c) Those who are old and infirm, patients and children who cannot participate in a 12-hour fast can join in for 10 minutes or half an hour or up to one hour, according to their disposition.

Observing Fast:

During the period of observing fast, one is allowed to drink hot or cold water (plain water). But drinking tea, milk, fruit juice and other energy drinks should be barred as well as eating, chewing and munching any eatables. However, daily medical prescriptions are exception; one can take them as in their daily routine.

How to assemble:

f) Scattered Tibetan community who don't have specific meeting place can observe by themselves at home or together with their neighbours.

g) Tibet Support Groups can observe fast by gathering at convenient location or at specific place where large participation is possible

h) Those Tibetans, Tibetan supporters and justice and peace loving people of the world, who cannot go and join the masses to observe fast and prayer service, can observe it at their own home.
 


Raddir fyrir Tíbet - myndband

Á því er að finna ljósmyndir af öllum sem tróðu upp, myndbandsupptöku af Páli Óskari og Moniku að flytja "Betra líf" fyrir hörpu og rödd, dans snjóljónsins og þjóðsöng Tíbeta. Veisla fyrir augu, eyru og sálina:)

Hægt að horfa á það í high quality - mæli með því.


Yndislegur viðburður

Til að byrja með langar Vinum Tíbets að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og gáfu vinnu sína til að Raddir fyrir Tíbets gæti orðið að veruleika.

340x.jpgÞað gekk ekki neitt að fá umfjöllun um viðburðinn en samt var þarna dágóður slatti af áhorfendum og afar góðmennt. Ein aðalástæðan fyrir því að við ákváðum að hafa þennan viðburð á þessum degi, þ.e.a.s. lokadegi Ólympíuleikana var að allir sem þekkja til í Tíbet hafa þungar áhyggjur af því að með vel heppnuðum Ólympíuleikum yrði heimurinn kærulausari og jafnvel umburðarlyndari gagnvart harðneskjulegum aðferðum við að hafa allt slétt og fellt í Kína. Ástandið í Tíbet í dag og á meðan á glæsihátíðinni stóð hefur ekki verið verra en síðan í hinni svokölluðu "Cultural Revolution" og aldrei verið eins mikilvægt að horfa ekki í hina áttina. Við erum að þessu til að verða við neyðarkalli Tíbeta og ég vona svo sannarlega að sem flestir sjái sér fært að bregðast við því þó ekki sé nema að tala um Tíbet og kynna sér ástandið. 

Ég ætla aðeins að rifja upp menningarveisluna. En hún mun aldrei renna mér úr minni fyrir það hvað hún var ótrúlega yndisleg.

Jón TryggviJón Tryggvi bar hitann og þungann af þessu og tókst honum alveg ótrúlega vel upp við skipulagið. Við ákváðum að gera vel við þetta frábæra tónlistafólk með því að fá besta hljóðmann landsins, hann Jón Skugga til að græja hljóðið og það var eins og alltaf algerlega óaðfinnanlegt.

Ég hafði setið samfellt í 3 daga að setja saman 3 mismunandi myndasýningar sem varpað var á skjáinn. Sú fyrsta var frá starfi félagsins síðan í mars og setti hún aðeins tóninn fyrir kvöldið.

Guðfríður LiljaGuðfríður Lilja var frábær í hlutverki sínu sem kynnir, og náði af sinni alkunnu snilld að spinna í eyðurnar ef til þurfti ef það tók einhvern tíma að komast á svið.

Jón Tryggvi reið á vaðið og þeir sem hafa ekki kynnt sér tónlistina hans ættu endilega að gera það, því hann er með einstakan stíl og tón. 

Jónas SigÞvínæst flutti undirrituð ljóðakorn fyrir Tíbet og síðan var komið að fyrrum nágranna mínum úr bernsku, honum Jónasi Sig að kynda aðeins í salnum með sínum einstæðu textum og lögum. 

Það sem var svo frábært við þetta kvöld var að allir tónlistarmennirnir voru ekkert að spara það að tjá  sig og voru allir eitthvað svo einlægir.dscf3619.jpg

Þá var komið að ræðuskörunginum honum Ögmundi. Hún verður niðurlag greinarinnar. En segja má að ræðan hans hafi sett tóninn fyrir kvöldið sem var hlaðið bjartsýni, von og hlýju, svo við gerumst nú smá væmin.

Svavar Knútur var svo næstur á svið og dáleiddi salinn með gleðilögum um birki og dans. 

Björgvin G. SigurðssonSíðan var Björgvin G. viðskiptaráðherra kallaður á svið ásamt formanni félagsins og Tíbetunum. Okkur langaði að heiðra hann fyrir hugrekkið að ræða um málefni Tíbets þegar hann fór í embætti sínu til Kína í vor og þá einlægu skoðun að mannréttindi og viðskipti eiga að fara saman. Hann flutti óvænta ræðu sem jók enn von okkar um að málefnum Tíbets verði gert hærra undir höfði hérlendis á meðan hann er í þessu embætti. 

margirmunkar.jpgSíðan var hlé þar sem fólki gafst kostur á að kaupa ljósmyndir frá Tíbet sem Harpa Rut Harðardóttir tók á ferðalagi sínu um landið árið 2005. Gullfallegar myndir sem sýna daglegt líf Tíbeta. Þá bauðst fólki að kaupa boli sem við ætluðum að færa íþróttafólkinu okkar áður en það fór til Kína en enginn af þeim vildi þiggja þá. Bolirnir eru því sögulegir og verða án efa safngripir. Held að útliti þeirra hafi verið haldið leyndu svo að það væri öruggt að þeir myndu ekki gefa tilefni til vandræða fyrir íþróttafólkið. Eru bara tvær hendur án texta. Myndasýning á skjánum af ástandinu í Tíbet var svo í gangi fyrir þá sem sátu inni í hléinu.

Páll ÓskarEftir hlé tróðu svo Páll Óskar og Monika upp og það var algerlega stórkostlegt. Enda heillaði Palli salinn algerlega og ég held að það hafi verið frumflutningur á Allt fyrir ástina fyrir hörpu og rödd. Ótrúlega flott.

Dans snjóljónsinsÞá var komið að atriði sem undirrituð var alveg í skýjunum að tókst að framkvæma en það var afar tvísýnt með það. Kristín, Myrra og Linda höfðu lagt á sig óhemju erfiði og látið mikið mæða á sköpunargáfu sína við að gera Snjóljón, grímu og búning svo hægt væri að sýna dans snjóljónsins. Ekki tókst að finna húsnæði til að æfa dansinn og prófa búninginn en þeir voru greinilega í þjálfum Tíbetarnir því dansinn var æðislegur hjá þeim og mikið hlegið enda bráðfyndin skepna sem þó býr yfir meiri töfrum en margur norrænn dreki.

dscf3658.jpgTsewang Namgyal, stjórnmálafræðingur frá Tíbet sem er búsettur hérlendis og var höfuðið í Snjóljóninu flutti svo ræðu um ástandið í Tíbet eins og það snýr að Tíbetum og ég held að þessi ræða hafi ekki látið neinn ósnortin. 

BirgittaÞá flutti Birgitta ræðu um félagið Vini Tíbets, hvað væri hægt að gera til að hjálpa Tíbetum og af hverju hún stendur í þessu. 

KK var næstur á svið og söng um æðruleysi og ást og var svo dásamlega látlaus í tónum og orðum að það er bara á færi fólks með stórt hjarta og næmni fyrir lífsins duttlungum.KK

Hápunkturinn var svo þegar Tíbetarnir fluttu þjóðlag sitt - á baki þeim myndasýning með ljóðinu á ensku sem og ægifögrum myndum frá Tíbet og af Tíbetum í leik og starfi, hvort heldur það var hjarðfólk eða munkar. Hef heyrt að mörg tár féllu á meðan þau stóðu þarna og sungu fyrir okkur og að því loknu reis allur salurinn upp og klappaði þeim lof í lófa. Yndislegur endir á yndislegu kvöldi. 

Kærar þakkir til allra sem gáfu vinnuna sína sem og þeirra sem lögðu leið sína til okkar þetta kvöld. Vonandi kemur þetta út í plús svo við getum hjálpað flóttamannamiðstöðinni í Dharamsala- ég er eiginlega alveg viss um að það verði svo:) Margir hafa ákveðið að styrkja þau þó þau gátu ekki mætt í Salinn.

Tíbetarnir flytja þjóðsöng sinnHér er svo ræðan hans Ögmunds og hvet ég ykkur til að lesa hana því hún er ekki bara góð heldur fróðleg og vekur mann til umhugsunar um svo margt - skilur mann svo eftir með von í hjarta um að baráttan fyrir mannréttindum sé þá til einhvers.

Með bestu kveðju Birgitta

Á ÞAKI HEIMSINS

Ræða á fundi sem Vinir Tíbets stóðu fyrir í Salnum í Kópavogi  24.08.08.

Fyrst man ég eftir fréttum frá Tíbet árið 1959. Þá var ég 11 ára. Einu ári eldri en Kínverska Alþýðulýðveldið. Tíbetar höfðu gert uppreisn gegn  valdhöfunum í  Peking, sem innlimað höfðu land þeirra.  Mér eru minnisstæðar spennuþrungnar fréttir af flótta trúarleiðtogans Dalai Lama úr landi og ofbeldisfullum aðgerðum gegn þeim sem risið höfðu upp.  Enda þótt uppreisnin hafi verið bæld niður bárust fréttir af og til á næstu árum til Vesturlanda af andófi og harkalegum aðgerðum hers og lögreglu.

Málsvarar hins unga Kínverska Alþýðulýðveldis sögðu okkur að hafa allan vara á og ekki trúa sem nýju neti öllu því sem að okkur væri haldið um Tíbet. Varla gæti það verið ásetningur okkar að sjá í gegnum fingur við bandaríska auðvaldið,  sem beitti öllum brögðum til að koma á að nýju samfélagsskipan, sem byggði á misrétti og mismunun og hefði tekið saman við öfl sem ættu meira erindi við fortíð en framtíð; hvort við ætluðum að taka afstöðu með heimskapítalinu og gömlum yfirstéttaraðli  eða þeirri byltingu sem nú væri í dögun um heiminn allan? Kínverska hernum í Tíbet væri ekki stefnt gegn frelsinu - heldur með því; hann væri frelsandi afl gegn misréttissamfélagi fortíðar.  Og við vorum minnt á að horfa til þess að bandarísku heimsvaldasinnarnir styddu hina andfélagslegu útlagastjórn á Formósu, Taiwan, málsvara auðvaldsaflanna í þessum heimshluta, sem vel að merkja gerðu tilkall til yfirráða yfir öllu því svæði sem teldist til Kínverska Alþýðulýðveldisins, þar með talið Tíbets. Okkar væri valið; okkar væri að taka afstöðu. Hvort vildum við kapítalismann eða kommúnismann?  

Þetta reyndist sumum erfitt val.
En svo leið tíminn. Valið sem okkur var sagt að við stæðum frammi fyrir varð með árunum smám saman óskýrara.  Nixon fór til Kína.  Talað var um þíðu milli Peking og Washington.  Kínverjar fóru að drekka Pepsí og þegar aldarlokin nálguðust var Kína orðið eitt afkastamesta vinnupláss heimsins - ekki bara verkstæði  sem sögur fóru af fyrir aga og framleiðni á vildarprís, heldur var Kína að verða neyslumarkaður fyrir heiminn allan.  Og nú fóru menn að leggja saman.  Eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir!  Það eru margar vinnandi hendur og  margir munnar að seðja  og margir kroppar að klæða. Ég tala ekki um þegar allir fara í bíó, kaupa útvarp og fá sér ísskáp og bíl. Þarna var framtíðin.  Menn þurftu ekki að kunna mikið í reikningi til að sjá það.  Fram á tíunda áratuginn var enn endrum og eins minnst á mannréttindi í Tíbet á Vesturlöndum. Það gerði Clinton t.d. í kosningabaráttunni 1991. Svo náði hann kjöri og gerðist handhafi  hagsmunanna. Þeirra hagsmuna sem njóta  góðs af ódýru vinnuafli og markaði sem ekki bara kaupir Pepsí  heldur tekur af lífi og sál þátt í lífsgæðakapphlaupi markaðsþjóðfélagsins.  Kína var að koma til, sögðu menn. Nú mætti ekki rugga bátnum. Það borgaði sig ekki. Það væri hreinlega óskynsamlegt. Fyrst þurfa Kínverjar  að rísa undir sjálfum sér. Svo skulum við tala um lýðræði og frelsi. 
Aldrei aftur minntist Clinton á Tíbet. Nú var raunsæi komið á dagskrá. Raunsæi og skynsemi. Menn töluðu um hina skynsömu raunsæismenn í Peking.  Og hjá verslunarráðunum, atvinnurekendasamtökunum,  hvort sem var í London, París, Tokyo eða Washington  fengu þeir lof og prís fyrir að færa Kína yfir í nútímann.  Á ýmsum sviðum hefðu Kínverjar jafnvel gert betur en allir aðrir. Þannig væri aðdáunarvert hvernig þeim tækist að halda vinnumarkaðnum friðsælum - trouble free - ekki samkvæmt skilgreiningum Amnesty International, meira í  ætt við vinnulagið hjá Impregíló, nema bara ennþá betra.

Í aðdáunarkórnum eru margar íslenskar raddir. Og sennilega er leitun á stjórnvaldi í heiminum öllum sem gengið hefur eins langt og íslenska ríkisstjórnin gerði þegar forseti Kína heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum. Mótmæli voru bönnuð og farið að ítrustu skipunum Kínaforseta, sem ekki vildi sjá gult né nokkuð sem minnti á stöðu mannréttinda í Kína meðan á heimsókninni stóð. Þegar kínverska sendiráðið varaði við því að félagar í kínverskum útlaga- og andófshreyfingum kynnu að koma til Íslands  til að vekja athygli á mannréttindabrotum í Kína í tengslum við heimsóknina þá var brugðist skjótt við.
Vörður var settur í öllum flughöfnum sem flogið var til Íslands frá. Fyrirmælin voru skýr: Engum skáeygum manni skyldi hleypt í gegnum hlið Flugleiða nema fullljóst væri að hann hefði ekkert við mannréttindi í Kína að athuga. En til vara var gagnfræðaskólanum í Njarðvík breytt í fangabúðir sem allir ferðamenn sem litu út eins og Kínverjar voru umsviflaust fluttir í við komu þeirra til Íslands. Allur þótti varinn góður. Alræðisstjórnin í Kína hreifst mjög af þessum vinnubrögðum og heldur nú hverja tignarmóttökuna á fætur annarri  - væntanlega í þakklætis- og virðingaskyni - fyrir fulltrúa lands vors og þjóðar, forseta og ráðherra, sem lögðu leið sína á Olympíuleikana í Peking í trássi við óskir mannréttindasamtaka.

Ég er ekki mjög fróður um Tíbet. Nokkuð hef ég þó reynt að lesa mig til. Ég hef til dæmis lesið um nauðungarflutninga á fólki,  gamalkunnugt herbragð úr mannkynssögunni þegar valdhafar hafa freistað þess að sundra og veikja þjóðir sem vilja ráða sér sjálfar.  Ég hef líka lesið um það á einhverjum vefnum að í Tíbet séu að staðaldri tvö hundruð þúsund kínverskir hermenn, úr Frelsishernum einsog vefurinn segir að hann heiti.  Eflaust eru hermennirnir fleiri nú því mikið liggur við að halda landinu „trouble free" meðan allir útlendu ráðherrarnir og  forsetarnir eru að spóka sig í Peking baðaðir í kastljósum fjölmiðlanna. 

Tíbet er stórt land, ægifagurt, fjöllótt, risavaxin háslétta, stundum kallað Þak heimsins. Það er ekki heiglum hent að fara um þetta þak. Hvað þá ef fara þarf leynt, ferðast um nætur, jafnvel án búnaðar, með litlar vistir og skjóllítil klæði. Flóttamenn frá Tíbet, sem farið hafa yfir Himalaja hrygginn til Nepal og Indlands hafa lýst því hvernig þeir hafi vart trúað sínum eigin augum þegar þeir  - við sólarupprás  - litu yfir farinn veg og gerðu sér grein fyrir hve hættuleg næturgangan hafði verið um þverhnípt björgin.

Fyrr í sumar átti ég samræður við tíbetskan flóttamann sem flúið hafði heimaland sitt. Ákvörðunin um að flýja hafði reynst honum erfið.  En að því kom að hann gat ekki meira. Var tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir frelsið.  Frásögn hans  var áhrifarík.  Flóttinn tók marga mánuði, í tvígang var hann handtekinn. Þegar hann var tekinn í seinna skiptið var allur hópurinn hnepptur í varðhald.  Þau voru tuttugu talsins. Þeim var haldið í 10 daga, öll í sömu herbergiskompunni, börn, konur, karlar  og gamalmenni, án aðgangs að salerni og sættu mörg þeirra pyntingum.  Þegar viðmælandi minn losnaði úr haldi, gerði hann, svo fljótt sem hann átti þess kost, þriðju flóttatilraunina.  Hún heppnaðist  en eftir mánaðarlangt erfitt og hættulegt ferðalag. 

Árlega tekst nokkrum þúsundum manna að flýja Tíbet. Þeir eru fleiri sem reyna  en tekst ekki. Sumir eru skotnir til bana á flóttanum, aðrir eru handteknir.  Þá missa margir móðinn. Það er meira en að segja það að leita frelsisins á þaki heimsins.  Hættast er börnunum.  Klæðalítil og svöng kelur þau iðulega á höndum og fótum í frosthörkum háfjallanna. Gamalmenni og börn eru viðkvæmust. Samt flýja þau. Hvers vegna skyldu foreldrar senda börn sín á flótta?

Getur verið að valið standi ekki  á milli Peking og Taiwan og ekki heldur á milli kommúnisma og kapitalisma, Kína og Bandaríkjanna. Kannski stóð valið aldrei þarna á milli. Getur verið að valið sé á milli frelsis og kúgunar; á milli þess annars vegar að þegja og láta ofbeldi óátalið og hins vegar að taka afstöðu gegn ofbeldi, með mannréttindum og með frelsi?

Einu sinni börðust Íslendingar fyrir sjálfstæði. Við vildum vera frjáls. Af hverju eigum við nú að berjast fyrir frelsi annarra? Er það af samúð eða er það vegna þess hve dyggðug við eigum að vera? Auðvitað á það að vera okkur keppikefli að vera dyggðug og réttsýn.  En dyggðirnar eiga sér líka stærri tilgang en virðist við fyrstu sýn. Benjamín Franklín sagði að við ættum að sækjast eftir því að vera dyggðug ekki af því að við vildum vera betri en aðrir heldur vegna þess að það væri okkur öllum í hag. Það væri niðurstaða mannkynsins á milljón ára ferli. Stundum hvarflar að manni að mesta hættan sem stafi að mannkyninu sé ekki mengun loftsins heldur mengun hugarfarsins. Að siðferðileg hnignun geti orðið mannfélögunum að fjörtjóni.  Að barátta gegn kúgun og ofbeldi, að barátta fyrir frelsi, að barátta fyrir sanngirni, heiðarleika, sé í raun baráttan fyrir því að komast lífs af.  Það að láta hjá líða að berjast gegn kúgun og ofbeldi er uppgjöf  og andlegur dauði. Og sú uppgjöf ber í sér dauða, stríð og hörmungar fyrir þjóðirnar og mannfólkið allt. Siðleysinu fylgir óöld og ofbeldi og á sama hátt og sagt er að orð vaxi af orði þá vex ofbeldi af ofbeldi.

Þess vegna er samfélag þeirra sem samþykkja ofbeldi og kúgun, samfélag uppgjafar, samfélag ótta, samfélag svartsýni. Baráttan gegn kúgun og rangindum er hins vegar barátta vonar og sú barátta er bjartsýn. Þegar slík barátta hefst er  fyrsti sigurinn þegar unninn, því sigurinn er í baráttunni sjálfri.

Kæru vinir. Við erum að lýsa lífsviðhorfi. Við erum að lýsa þeirri von að maðurinn geti verið meira en samsafn kúgara og hinna kúguðu. Við erum að segja svartsýninni stríð á hendur. Við trúum ekki á þau rök að tímabundið ranglæti geti verið skynsamlegt, né heldur raunsætt. Við höfum séð að samfélag dyggða, frelsis, jafnréttis og góðs siðferðis hefur ávallt lýst veginn í sögu mannsins.  Þegar kínversk stjórnvöld segja að regla sé grundvöllur réttlætis og fyrst þurfi að tryggja hitt og svo þetta, áður en frelsi og réttlæti geti komist á þá eru það öfugmæli. Það er réttlæti sem er grundvöllur reglu. Lög sérhvers samfélags eiga ekki að vera annað en skjalfest niðurstaða almennrar samstöðu.

Þegar íslensk stjórnvöld fangelsuðu gagnrýnendur kínversku alræðisstjórnarinnar, þá voru þau að fangelsa alla þá sem haldið hafa á loft baráttufánum frelsisins.  Þau voru ekki bara að fangelsa fulltrúa hinna róttæku baráttuafla, fulltrúa þeirra Rósu Luxemburg og Emmu Goldman heldur líka fulltrúa kenningarsmiða hins borgarlega samfélags,  fulltrúa þeirra Johns Stuarts Mill, Johns Locke og annarra baráttumanna fyrir frjálsu og lýðræðislegu þjóðfélagi. En þau skildu ekki eigin gjörðir. Þau komu ekki auga á mótsagnirnar í orðum sínum og athöfnum.  Þau hreykja sér af því að byggja á skoðunum þeirra sem þau síðan fangelsa fyrir að láta þær í ljós; Þau mæra frelsið  en breyta einsog ríkisstjórn í alræðisríki.  Þau telja sig fulltrúa skynsemi, en eru í raun fulltrúar skilningsleysis.

Við erum hér saman komin í anda bjartsýni og vonar. Við vitum að án vonar og bjartsýni er ekkert líf, án réttlætis og frelsis ekkert samfélag. Þess vegna er vonin raunsæ og bjartsýnin skynsöm.
En þrátt fyrir þessi sannindi byggir afstaða okkar ekki á neinum útreiknuðum skynsemisrökum. Þaðan af síður raunsæi eða flókinni heimspeki.
Mitt val byggir á því að taka afstöðu  með viðmælanda mínum frá í sumar, með þeim sem vill hrista af sér hlekki ánauðar til að verða  frjáls maður. Með honum tek ég afstöðu.
Ég tek afstöðu með þeim sem vilja búa börnum sínum framtíð í frelsi.
Ég tek afstöðu með þeim sem hvergi komast og einnig hinum sem lagt hafa land undir fót út í óvissuna.
Ég tek afstöðu með gamla manninum sem setið hefur í fangelsi í tuttugu ár. Og líka hinum sem fangelsaður verður á morgun.
Ég tek afstöðu með unglingsstúlkunni og litla drengnum sem núna eru köld og kalin að leita að frelsinu á Þaki heimsins.
Svo einfalt er það.


Þess vegna  vel ég að ljá rödd mína frelsisbaráttu Tíbets.

 


Hið raunverulega ástand í Tíbet

Frétt og umfjöllun um myndina "Leaving Fear Behind". Þetta er ný heimildarmynd þar sem talað er við Tíbeta í Tíbet um hvernig sé að búa þar í dag. Fólk er þarna að leggja líf sitt að veði svo að heimurinn fái að vita hvernig það sé að búa undir alræðisstjórn Kínverja. Ég mun svo setja myndina inn á eftir. 
 
 
Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today. 

Kerti fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet
Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan 21:00 taka vinir Tíbets þátt í alþjóðaaðgerðum til að sýna fram á að heimsbyggðin hefur EKKI gleymt Tíbet, þó kínversk yfirvöld hafi gert sitt besta til að hindra aðgang að upplýsingum um ástand mála þar. Kveikt verður á kertum fyrir utan kínversk sendiráð um allan heim, en 215 sendiráð hafa nú þegar verið staðfest sem samkomustaðir. 

Vinir Tíbets ætla að tendra kerti til að minnast þeirra sem þjást í Tíbet en samkvæmt fréttum hefur landinu verið haldið í herkví á meðan á Ólympíuleikunum stendur og eru stór svæði Tíbets eins og fangelsi. Milljónir manna um heim allan tendra kerti á sama tíma, hvort heldur er heima hjá sér, meðal vina eða fyrir utan sendiráð. Hvetjum alla sem láta mannréttindi sig varða að mæta og taka þátt í kertastundinni með okkur. Nánari upplýsingar á candle4tibet.org.

Myndband sem vinir Tíbets settu saman eftir síðustu ljósahátíð var sérstaklega valið fyrir aðalsíðu Candle for Tibet Social Network. Í þeirri aðgerð tóku tugir milljóna þátt og von er á álíka mörgum þátttakendum núna. Dalai Lama hefur lagt blessun sína yfir þessa alþjóðlegu aðgerð og the Art for Peace Foundation hefur jafnframt stutt hana með því að gefa skipuleggjendum kertaaðgerða aðgang að tónlistinni af Songs for Tibet án endurgjalds, en fjölmargir heimsfrægir tónlistarmenn hafa gefið vinnu sína til að styrkja baráttu Tíbeta til að fá um mál sín fjallað á alþjóðavettvangi. 

40 íþróttamenn sem taka þátt í Ólympíuleikunum hafa sótt sér tónlistina af disknum til að sýna í verki samstöðu með Tíbetum. Nú hafa kínversk yfirvöld fengið iTunes til að taka þátt í umdeildri aðgerð með því að loka fyrir aðgang að tónlistinni af Songs for Tibet úr netverslun iTunes ef þú ert staddur í Kína.

Opinberað hefur verið að í lokaathöfn Ólympíuleikana verði ópera sem fjallar um hve dásamlegt lífið er í Tíbet eftir hernámið og því varla hægt að tala um að ekki sé verið að nota íþróttavettvang til pólitískra aðgerða. Vinir Tíbets hvetja forseta Íslands til að taka upp málefni Tíbets við forseta Kína þegar þeir hittast á föstudaginn 22. ágúst.
 
 
Myndband frá "Kerti fyrir Tíbet" sem haldið var á Lækjartorgi 7. ágúst 
 

Raddir fyrir Tíbet

Raddir fyrir Tíbet

Þann 24.ágúst klukkan 20:00 næstkomandi standa vinir Tíbets fyrir viðburði til að styrkja flóttamannamiðstöð sem rekin er í Dharamsala. Listamenn af ýmsum toga munu troða upp í þeim tilgangi.

KK, Jónas Sig, Svavar Knútur, Páll Óskar & Monica og Jón Tryggvi munu ljá málefninu rödd sína sem og Ögmundur Jónason, Birgitta Jónsdóttir og Tsewang Namgyal munu halda stutt erindi um Tíbet. Harpa Rut Harðardóttir mun sýna ljósmyndir sem hún tók á ferðalagi sínu nýverið í Tíbet í anddyri Salarins og verða myndirnar til sölu og mun andvirði þeirra renna í styrktarsjóðinn.

Í Dharamsala á Indlandi er rekin flóttamannamiðstöð sem tekur við um 3000 flóttamönnum sem flýja Tíbet ár hvert. Mikil aukning hefur verið í flótta frá landinu undanfarin ár. Flóttinn tekur um fimm vikur yfir hæstu fjallaskörð í heimi og leggur fólk sig í lífshættu til að öðlast frelsi til að stunda sína menningu og fá tækifæri til að rækta tungumálið sitt. Þriðjungur allra flóttamanna eru börn sem leggja í 90% tilfella ein í þessa för til frelsis.  Þau börn sem lifa af flóttann missa oftast tær og putta út af frostbitum.

Allur ágóði af menningarveislunni Raddir fyrir Tíbet rennur til flóttamannamiðstöðvarinnar og gefa allir listamennirnir vinnu sína.
 
Raddir fyrir Tíbet er haldin sama dag og lokahátíð Ólympíuleikana fer fram. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að tryggja að rödd Tíbets gleymist ekki í hinu daglega amstri.
 
Miðar fást hjá Salnum og á midi.is 

Ljósahátíðin á Íslandi vekur athygli erlendis

Kerti fyrir Tíbet

Fékk skeyti frá David Califa upphafsmanni að hinu alþjóðlega átaki Candle4Tibet þar sem hann lofaði mjög myndbandið sem ég skeytti saman frá ljósahátíðinni okkar í Reykjavík þann 7. ágúst og sagðist hann hafa skellt henni á forsíðu candle4tibet.ning.com. Gaman af því. Þetta var yndisleg stund og ég vona að sem flestir láti sjá sig þann 23. ágúst klukkan 21:00 fyrir utan kínverska sendiráðið. 

Næsta aðgerð sem við munum gera í samstarfi við Candle4Tibet mun eiga sér stað Laugardagskvöldið 23. ágúst, klukkan 21:00, kvöldið fyrir lok Ólympíuleikana í Peking

Með þessari aðgerð munum við láta heiminn vita af því að við höfum EKKI gleymt Tíbet

Kveiktu á kerti heima hjá þér, með vinum eða með okkur fyrir utan kínverska sendiráðið 

Markmiðið er að kveikja á kerti fyrir utan öll kínversk sendiráð í heiminum

Ekki gleyma að skrá þátttöku ykkar á
candle4tibet.org og jafnframt hvetja vini og vandamenn til að vera með

Með friðarkveðju

Vinir Tíbets 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband