Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
1.6.2009 | 14:06
Dalai Lama á Íslandi
Í gærkvöld kom Dalai Lama til Íslands. Þetta var söguleg stund fyrir land og þjóð. Það er því hryggilegt að helstu ráðamenn þjóðarinnar sjái sér ekki fært að hitta handhafa friðarverðlauna Nóbels eða hlusta á þann mannkærleika sem hann boðar. Helstu ráðamenn þjóðarinnar bugta sig og beygja fyrir þeim er mannréttindabrotin fyrirskipa, myrða og limlesta, en ekki þann mann sem alltaf hefur boðað friðsamlegar leiðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á að fara aðrar leiðir.
Ég hef lesið mikið um Tíbet, fyrir og eftir hernám Kínverja. Ég hef kynnt mér menningu þjóðarinnar og ég hef horft á menninguna hægt og bítandi tærast upp. Hjarðmenningin er að glatast og allt sem henni fylgdi: söngvar, dansar, handverk. Í Tíbet er 1 hermaður á hverja 10 Tíbeta. Tíbet er ekki síður fangelsi en Gaza. Hef ekki heyrt að það sé auðvelt að verða sér út um ferðaleyfi frá Tíbet. Enn eru hömlur á erlent fréttafólk sem og mannréttindasamtök.
Ég hef tekið saman töluvert mikið af slóðum er varða málefni Tíbet sem ég hvet fólk til að nýta sér.
Vinir Tíbets standa fyrir örkvikmyndahátíð í þessum mánuði og verður það auglýst á morgunn, við fengum góðfúslega að hafa borð í anddyri Laugadalshallar og munum þar gefa fólki kost á að skrá sig í félagið eða spyrja spurninga: hér er smá kynning á félaginu:
Vinir Tíbets er félag sem var stofnað í apríl 2008
Tilgangur okkar er:
að stuðla að vinasambandi íslensku og tíbetsku þjóðanna og auka þekkingu hér á landi á menningu og sögu Tíbets.
að vekja athygli hérlendis á ástandi mála í Tíbet.
að standa fyrir fjársöfnun til að hjálpa flóttafólki frá Tíbet.
að fá fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og aðra þá sem tengjast málefnum félagsins til að halda erindi, fyrirlestra, tónleika og þess háttar hér á landi.
Til þess að skrá þig í félagið:
Endilega skrifaðu upplýsingar þínar á blaðið á borðinu hérna.
Eða sendu tölvupóst með nafni, netfangi, GSM og heimilisfangi þínu til info@tibet.is
2009 Stjórnendur:
Formaður: Birgitta Jónsdóttir
Ritari: Halldóra Þorláksdóttir
Gjaldkeri: Deepa Iyengar
Meðstjórnendur: Tsewang Namgyal, Tenzin Dakten, Katrín Björk Kristinsdóttir, Harpa Rut Harðardóttir, Hannes Högni Vilhjálmsson
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 07:22
Vinir Tíbets þakka fyrir árið sem er að líða
Kæru Vinir Tíbets og allir sem láta sig málefni Tíbet varða. Okkur langar til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við að gera störf félagsins möguleg á árinu sem er að líða. Við stofnuðum félagið formlega í apríl á þessu ári. Frá því í mars á þessu ári stóðum við fyrir fjölmörgum viðburðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet, til að sýna Tíbetbúum stuðning, til að kynna menningu Tíbets og til að búa til vettvang til að miðla meiri fróðleik hérlendis um landið og fólkið sem býr þar.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Tíbet og menningu landsins. Fjölmargar slóðir að upplýsingum er að finna í tenglasafninu hér til vinstri.
Hér er ljóð sem skáldið Ron Whitehead skrifaði útfrá ræðu Dalai Lama fyrir margt löngu og á ágætlega við hjá okkur í dag. Þýðing: Birgitta. En ljóðið heitir:
Ekki gefast upp
Ekki gefast upp
sama hvað gerist
Ekki gefast upp
Ræktaðu hjarta þitt
Of mikilli orku í heiminum er eytt
í ræktun hugann
í stað hjartans
Ræktaðu hjarta þitt
Sýndu umhyggju
ekki aðeins gagnvart
vinum þínum
heldur gagnvart öllum
Sýndu umhyggju
Stuðlaðu að friði
í hjarta þínu og
um heimsbyggð alla
Stuðlaðu að friði
Og ég endurtek
Ekki gefast upp
Sama hvað gengur á
Sama hvað gerist
í kringum þig
Ekki gefast upp
Trúmál og siðferði | Breytt 25.1.2009 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2008 | 14:42
Tíbet á krossgötum
Staða samræðna milli Dalai Lama og ríkistjórnar kínverska alþýðulýðveldisins.
Ein stjórn fyrir Tíbetbúa: Brot úr ræðu sem Lodi Gyaltsen Gyari, sérlegur sendifulltrúi Dalai Lama, flutti við Harvardháskólann þann 8. október 2008.
Í dag býr minna en helmingur Tíbeta á tíbetska sjálfstjórnarsvæðinu. Hinir búa í tíbetskum sjálfstjórnarsýslum og héröðum í Qinghai, Gansu, Sichuan og Yunnan umdæmunum. Allir Tíbetar sem búa á þessum stöðum tala sama tungumál og rækta sömu menningu og hefðir. Rétt eins og Kína vill gera eina þjóð úr mörgum ólík umdæmum, þá þrá Tíbetar líka að vera undir einni stjórn þannig að auðveldara verði að viðhalda þeirra lífsmynstri, hefðum og trú á skilvirkan og friðsaman hátt.
Sagan hefur sýnt að skipting svæðis einnar þjóðar í margar stjórnunareiningar hefur orðið til þess að sérstakt einkenni þjóðarinnar, ásamt getu hennar til að vaxa og dafna, veikist og tærist. Þetta getur einnig hindrað, eða jafnvel grafið undan, friði, stöðugleika og þróun þjóðar. Slíkar aðstæður eru í mótsögn við það markmið, sem liggur að baki stofnunar kínverska alþýðulýðveldisins, að öll þjóðerni séu jafnrétthá. Til að þeir þrífist má ekki halda Tíbetum aðskildum, heldur skal veita þeim það jafnrétti og þá virðingu sem sæmir sérstakri þjóð.
Kínverjar halda því fram að sjálfstjórnarsvæði Tíbeta samsvari fyrrverandi ríkisstjórn þeirra. Þar með vilja þeir meina að sú krafa að allir Tíbetar þurfi nú að búa við eina sameiginlega stjórn sé ósanngjörn. Þessi spurning endar alltaf á sögulegri þrætu um lagalega stöðu Tíbeta undir tíbetsku ríkistjórninni, og sú þræta kemur í veg fyrir að grundvöllur sameiginlegrar framtíðar finnist. Kínverska ríkisstjórnin hefur endurteiknað innri landamæri eftir hentugleika, og myndi auðveldlega getað það fyrir Tíbet til að tryggja stöðugleika og varðveislu séreinkenna þess. Áherslan hér getur ekki verið á skiptingu landsvæða, heldur hvernig best er hægt að efla menningu og lífsmynstur Tíbetbúa.
Kínverska hliðin heldur að við séum að krefjast þess að einn fjórði hluti landflæmis alþýðulýðveldisins verðin skilinn frá öðrum hlutum. Í fyrsta lagi, þá eru slíkar áhyggjur óþarfar þar sem Tíbetar eru ekki að biðja um aðskilnað Tíbets frá Kína. En önnur og jafnvel mikilvægari er sú staðreynd að landsvæði það sem byggt er Tíbetum er um það bil einn fjórði af landflæmi alþýðulýðveldisins engu að síður, og að kínverska ríkisstjórnin hefur nú þegar skilgreint nær öll tíbetsk svæði sem sjálfstjórnarsvæði: Tíbetska Sjálfstjórnarsvæðið, Tíbetsku Sjálfstjórnarhéröðin og Tíbetsku Sjálfstjórnarsýslurnar. Þess vegna er staða okkar hvað varðar skilgreininguna á landinu Tíbet ekki það ósamræmanleg.
Ekki ætti að líta á það að koma á einni stjórn fyrir Tíbetbúa sem tilraun til að stofna stóra Tíbet, eða sem einhverskonar samsæri aðskilnaðarsinna. Þetta er spurning um að viðurkenna, endurskapa og virða heildstæðni Tíbeta sem þjóðernis innan kínverska alþýðulýðveldisins. Þetta er ekki einhver ný eða róttæk hugmynd. Frá upphafi hafa Tíbetar haft orð á þessu og fulltrúar kínversku ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt þetta sem nokkuð sem þarft er að taka á. Það er jafnvel tilfellið að þegar 17 liða samþykktin var undirrituð 1951, viðurkenndi Premier Zhou Enlai að hugmyndin um sameiningu tíbetska þjóðernisins væri viðeigandi. Á svipuðum nótum, þá sagði Premier Chen Yi árið 1956 þegar hann var í Lhasaa að það væri gott fyrir þróun Tíbets, og fyrir vinsamlegt samband Tíbeta og Kínverja, að láta í framtíðinni tíbetska sjálfstjórnarsvæðið ná yfir öll þjóðsvæði Tíbeta, þar með talin þau sem eru í öðrum umdæmum.
Tíbetar berjast fyrir rétti sínum sem þjóð til að vernda sérstöðu sína með sameinaðri stjórn. Þetta myndi auðvelda Tíbetum að vera hluti af kínverska alþýðulýðveldinu þar sem þetta myndi tákna virðingu fyrir heildstæðni þeirra og sérstöðu.
Kínverskir ráðamenn vita mjög vel að þessi þrá Tíbeta er ekki aðeins tjáð af hinum heilaga Dalai Lama og Tíbetum í útlegð, heldur einni af Tíbetum í Tíbet, þar með töldum háttsettum félögum kommúnistaflokksins. Þetta kom berlega í ljós fyrr á þessu ári þegar Tíbetar út um alla tíbetsku hásléttuna sýndu fyrirvaralaust hvaða tilfinningar þeir báru til kínverskra stefnumála. Þessi þróun sýndi mikla þörf á allsherjarlausn þeirra mála sem snúa að Tíbetum öllum. (þýð. HHV)
Alla ræðuna á ensku má finna hér:
17.9.2008 | 21:53
Aðalfundur Vina Tíbets
Næstkomandi sunnudag klukkan 17:00 munu Vinir Tíbets halda aðalfund í húsakynnum Alþjóðahúss að Laugavegi 37. Vegna vankanta í framkvæmd á stofnfundi hefur reynst ómögulegt að skrá félagið formlega, þá hafa flestir sem kosnir voru í stjórn helst úr lestinni vegna anna.
Við viljum því endurkjósa stjórnina og stofna félagið á þann hátt að auðvelt reynist að ganga frá umsókninni til skattayfirvalda.
Fjölmörg og spennandi verkefni eru framundan. Það væri einnig gaman að fá fleiri hugmyndir um hvað við getum gert til að styrkja markmið félagsins: þ.e.a.s. að styrkja menningarleg tengsl á milli Íslands og Tíbets.
Hvet alla þá sem hafa áhuga á Tíbet, magnaðri menningu þeirra (sem er að deyja út), Dalai Lama, Búddhisma eða mannréttindum að koma og vera með í þessu frábæra félagi sem hefur áorkað ótrúlega miklu þó enn telji það aðeins 100 félagsmenn.
Með björtum kveðjum
Birgitta
29.8.2008 | 08:57
Dalai Lama mun leiða föstu fyrir friði og frelsi
Á morgunn laugardag hefst fasta fyrir friði og frelsi víðsvegar um heim- í gær var tvísýnt hvort að Dalai Lama gæti tekið þátt. Enn hann var lagður inn á spítala vegna verkja í kviði. Í morgunn var komin yfirlýsing frá honum þess efnis að honum liði miklu betur og mun leiða föstuna.
Hvet alla sem hafa trú á að friður og frelsi sé eitthvað sem skiptir þá máli að taka þátt þó ekki væri nema með því að eyða smástund á laugardaginn til að opna hjarta sitt:)
Við munum fasta frá 9 til 21 og ef fólk hefur áhuga á að taka þátt í bænahugleiðslustund með okkur hafið samband info@tibet.is og við látum ykkur vita hvar það verður. Það veltur alfarið á hve margir ætla að mæta:) en hugmyndin er að hittast klukkan 14 eftir hina vikulegu mótmælastöðu fyrir utan sendiráðið kínverska.
Long Life Prayer
for
His Holiness Tenzin Gyatso, the XIV Dalai Lama
For this realm encircled by snow covered mountains
you are the source of every benefit and bliss without exception
Tenzin Gyatso, you who are one with Avalokiteshvara:
may you remain steadfast until samsara's end !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 22:45
Fastað fyrir friði á laugardag
Næstkomandi laugardag mun fjöldi fólks um heim allan taka þátt í 12 tíma táknrænni föstu. Fastan hérlendis mun hefjast klukkan 9 að morgni og enda klukkan 21 á laugardagskvöldið. Einn liður föstunnar er að kyrja saman og hugleiða. Læt fylgja með leiðbeiningar fyrir föstuna og tilgang hennar.
Aðalatriðið er að vera með, þeir sem treysta sér ekki til að notast aðeins við vatn í tólf tíma vegna heilsufarsástæðna geta samt tekið þátt, þó ekki væri nema í 10 mínútur. Þess er farið á leit frá Dharamsala að skrá hve margir tóku þátt og bið ég því ykkur um að láta mig vita ef þið ætlið að taka þátt. Það má að sjálfsögðu fá sér að borða áður en fastan hefst og ég mæli með því að þeir sem eru ekki vanir að fasta fái sér eitthvað í gogginn áður - eitthvað létt þó eins og ávexti eða eitthvað slíkt.
Best væri ef fólki myndi nota einhvern hluta dagsins annað hvort með öðrum eða eitt og sér og myndi kyrja og hugleiða ef það er vant slíku, ef fólk hefur ekki reynslu af slíku getur það hugleitt á hvern þann hátt sem því er tamt.
Megintilgangurinn er að hugsa til og biðja fyrir þeim sem látist hafa í Tíbet vegna hernámsins sem og fyrir góðri heilsu Dalai Lama svo hann geti haldið áfram að vinna að friði í heiminum okkar. Nýjustu fréttir eru þær að hann var lagður inn á spítala í dag vegna kviðaverkja og mun ekki gegna neinum opinberum störfum næstu þrjár vikurnar vegna ofþreytu. Bið ykkur því um að senda honum styrk og birtu. Upprunalega ætlaði hann að leiða þessa föstu og bænastund en ekki mun verða að því.
Við ætlum eins og alltaf að hittast fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á laugardaginn og þeir sem hafa áhuga á að kyrja með okkur eru velkomnir að gera það eftir mótmælastöðuna við sendiráðið. Við munum ákveða hvert við förum að kyrja útfrá hve margir hafa áhuga á að gera það með okkur.
Með þakklæti og friði
Birgitta
Detail programme of 12-hour long Fasting and Prayer Service to be observed by Tibetans, Tibet supporters and by the peace loving people of the world on 30th August 2008 or Last day of the 6th Month in Tibetan Calendar.
Aims of this Fasting and Prayer Service:
a) To purify negative actions of all beings, particularly of Tibetan and Chinese people, and, to accumulate and multiply our collective good karma. As a result, this will:
b) Bring long, healthy life to His Holiness the Dalai Lama and help his activities to prosper and benefit all sentient beings.
c) Ease all the conflicts, diseases, sufferings, and natural calamities in the world, so that all beings shall live in peace and harmony.
d) Cleanse the negative actions of all those Tibetans who have died fighting for their political cause in the aftermath of March protest in Tibet this year and help them reborn in higher realm and eventually get freed from vicious Samsaric cycle. And, instantaneously relieve those Tibetan who are still enduring atrocities under the brutal Chinese oppression from their sufferings, and for the truth of Tibetan issue to prevail soon.
e) Finally get all those people in the world in general and Tibetans in particular, who have been victims of forced oppression and violence and deprived of their religious freedom and freedom of conscience and expression, be freed and enjoy state of well-being and freedom. And, dismantle all the hatred in the hearts of oppressors and guide them with discerning wisdom, and
f) Earnestly remind and appeal to all the human beings to effectively counter the acts of oppression, violence and injustice with non-violent and peaceful means, borne out of compassion and loving kindness to our oppressor.
Duration of Fasting and Prayer Service:
a) On the auspicious day of 30th August 2008 and the last day of 6th Month in Tibetan Calendar, the Fasting and Prayer Service shall be observed in one's respective area from 7 a.m. till 7 p.m. for 12 hours.
b) In specific area of special cases, if the above timing is inconvenient they can modify the timeline, suppose, from 0800 hrs to 2000 hrs but the idea is to observe 12 hours long fast and prayer on that day.
c) Those who are old and infirm, patients and children who cannot participate in a 12-hour fast can join in for 10 minutes or half an hour or up to one hour, according to their disposition.
Observing Fast:
During the period of observing fast, one is allowed to drink hot or cold water (plain water). But drinking tea, milk, fruit juice and other energy drinks should be barred as well as eating, chewing and munching any eatables. However, daily medical prescriptions are exception; one can take them as in their daily routine.
How to assemble:
f) Scattered Tibetan community who don't have specific meeting place can observe by themselves at home or together with their neighbours.
g) Tibet Support Groups can observe fast by gathering at convenient location or at specific place where large participation is possible
h) Those Tibetans, Tibetan supporters and justice and peace loving people of the world, who cannot go and join the masses to observe fast and prayer service, can observe it at their own home.
28.7.2008 | 08:44
Úr viskubrunni Dalai Lama
"Í samfélagi manna eru það mæðurnar sem eru fyrstu lærimeistarar samkenndar; okkar andlegu lærimeistarar koma til okkar síðar í lífinu. Mæður okkar kenna okkur gildi samkenndar og samúðar strax frá fæðingu."
-Dalai Lama
Rakst á þetta í morgunn og langaði að deila þessu með ykkur. Minni á opinn félagsfund félagsins í kvöld klukkan 20:00 á Kaffi Hljómalind. Allir velkomnir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg eða kíkja fyrir forvitnis sakir. Okkur vantar aðstoð við að kynna Kerti fyrir Tíbet - væri svo gaman ef sem flestir myndu taka þátt.
26.7.2008 | 08:47
Fyrirlestur um tíbeskan búddisma
Yangsi Rinpoche
Heldur fyrirlestur um tíbeskan búddisma og hugleiðslu
Yangsi Rinpoche áað baki 25 ára nám í tíbeskum búddisma og útskrifaðist með Geshe Lharampa gráðu frá Sera Jeklaustrinu í Suður-Indlandi. Hann starfar sem prófessor í búddískum fræðum viðMaitripa Institute í Bandaríkjunum.
Norræna Húsinu 27. júlí kl 16
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Norræna húsið.
Aðgangur ókeypis
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín