Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Þögnin frá Tíbet

tibetreport5.jpgÞað ríkir þögn um Tíbet, í fjölmiðlum. Því ríkir þögn meðal almennings. Á meðan er verið að murka lífið úr friðsömustu þjóð í heimi. Það eru svo sem engar nýjar fréttir, kínversk yfirvöld hafa komist upp með það í 60 ár. Það sem eru nýjar fréttir er að kínversk yfirvöld hafa ákveðið að leggja gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu á álverum og báxítnámum, sem og fleiri skyld verkefni til næstu ára. Áætlunin er að búa til 16.800 ný störf í Tíbet. Þeir sem þekkja til í Tíbet vita að þessi störf eru áætluð fyrir enn frekari landnema af kínversku bergi brotnu.

Það er sjaldgæft að maður heyri fréttir frá Tíbet, það er sjaldgæft að blaðamenn leggist í rannsóknarvinnu og skrifi heilsteyptar greinar um hvað er að gerast þar núna. Þó er auðvelt að nálgast fréttir sem fólk leggur sig í lífshættu að afla. En það eru ekki stóru fréttaveiturnar sem veita þessar fréttir, því landið er lokað og engir alþjóða fréttamiðlar sem geta veitt fréttir. Því eru einu fréttirnar sem við fáum frá flóttafólki eða þeim sem smygla sér inn í landið og lenda oft í fangelsi fyrir vikið. 

Það er sorglegt til þess að vita að við sem þjóð kynnum okkur ekki betur það sem er að gerast í Tíbet, því við erum jú eina ríkið í Evrópu sem á í tvíhliða viðskiptum við Kína. Það ætti að gefa okkur aukið vægi í að þrýsta á kínversk yfirvöld. En lítið fer fyrir því. Eini maðurinn úr ríkisstjórninni sem hefur gert eitthvað til að ræða um Tíbet við kínversk yfirvöld er Björgvin G. viðskiptaráðherra. Allir hinir hafa verið þöglir sem gröfin. Þó ættu þau að vera meðvituð um ástandið, sendi þeim öllum slóð í myndina "Undercover in Tibet" en ég hef ekki fengið nein svör um viðbrögð eða aðgerðir. 

Þjóðarskútan okkar er ef til vill lek og óstöðug en þó höfum við fjárráð að sækja um rándýrt embætti sem meirihluti þjóðarinnar telur að við eigum ekkert erindi í, þ.e.a.s. öryggisráðið. Þar munum við vera enn ein röddin með nákvæmlega ekkert vægi ef við þá komumst inn í þetta ráð þar sem ríki eins og Kína, USA og Rússland ráða öllu. 

Látum ekki þögnina um Tíbet vera viðvarandi. Í slóðasafninu hér til vinstri er að finna fjölmarga staði þar sem hægt er afla sér upplýsinga. Gefðu þér andartak til að kynna þér hvað er í gangi í Tíbet og gerðu svo eitthvað. Greinakorn eða bréf til ráðamanna virðist harla máttlaust en ef við erum nógu mörg þá er ég sannfærð um að það muni skila árangri.

Með björtum kveðjum,
Birgitta


Söngvar fyrir Tíbet

Langaði að deila þessu með ykkur strax:) mun þýða þetta skeyti við fyrsta tækifæri....kv birgitta 

Global Launch for "Songs for Tibet" during Candle for Tibet Vigils around the world.

Release of 'Songs for Tibet' CD is now a truly global event. Music from the new Album with STING, ALANIS MORISSETTE, MOBY, DAVE MATTHEWS, JOHN MAYER, IMOGEN HEAP & MORE to be played during hundreds of CANDLE FOR TIBET vigils worldwide. 

'Candle for Tibet' and 'Songs for Tibet' in a show of solidarity with the Dalai Lama and the people of Tibet on the eve of the Beijing Olympics. 

Tel Aviv, August 5 2008 — 'SONGS FOR TIBET' is lending a hand to the 'Candle for Tibet' (CFT) campaign, by providing its album for play at CFT candle lighting vigils across the globe. 

The 'SONGS FOR TIBET' album will feature a number of original recordings as well as acoustic versions of previously released songs. Sales of the album will go to support Tibetan cultural preservation projects and peace initiatives. The album is available for purchase worldwide, including at the Art of Peace Foundation Web site:www.artofpeacefoundation.org , iTunes and Amazon. 

The album will be available soon at both CFT Web sites: (http://www.candle4tibet.org
and its social network http://candle4tibet.ning.com/). The CFT action, named "The Greatest Light Protest on Earth," will start on Thursday, August 7th, 2008 at 9:00 p.m., when at least 100 million people from over 150 countries, will light a candle in public, with friends or at their homes. People can join the action at http://www.candle4tibet.org

Thursday is also the night of the 'SONGS FOR TIBET' CD release party in New York City. During this party, the Art of Peace Foundation will support CFT with its own candle lighting ceremony. 

"We are extremely happy to be able to share this music from 'Songs for Tibet' with all the wonderful supporters of CFT around the world. Each candle will be a blessing for the people of Tibet." said Michael Wohl, Executive Director at The Art of Peace Foundation. 

Sting, Dave Matthews Band, John Mayer, and Alanis Morissette are just a few of the celebrated artists whose new recordings will be released this Thursday, August 7, during a major launching event in NYC and during hundreds of Candle for Tibet (CFT) vigils worldwide. 

These artists appear on the forthcoming album “Songs for Tibet” ('SONGS FOR TIBET'), a CD project from the Art of Peace Foundation, a non-profit organization founded on the Dalai Lama's belief of "Universal Responsibility." As a show of solidarity with the Dalai Lama and Tibet, 20 artists have come together to release this historic double album on the eve of the Beijing Olympics. 

"Working with the Art of Peace Foundation and its album release initiative is a great blessing," said David Califa, who created the Campaign for Tibet four months ago. "Having 'Songs for Tibet' participate in our worldwide vigils along with Robert Thurman, and recently receiving the support of His Holiness the Dalai Lama, creates a united action-front that can do so much more for the people and culture of Tibet.” 


Yfir 100 milljón manneskjur tendra kerti fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet, hið alþjóðlega framtak Ísraelans David Califa hefur nú laðað að sér 100 milljón manneskjur sem hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. Dalai Lama og Robert Thurman hafa opinberað stuðning sinn við verkefnið og hvatt aðra til að taka þátt í þessu alþjóðafriðarátaki fyrir málstað Tíbeta.

 
Vinir Tíbets á Íslandi skipuleggja ljósahátíð í Reykjavík sem lið í þessu verkefni. Hátíðin hefst á Lækjartorgi klukkan 21:00 á fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Kveikt verður á kertum víðsvegar um heiminn klukkan 21:00 að staðartíma. Allir eru velkomnir og hægt að kaupa stormkerti á kostnaðarverði. Kertin verða notuð til að skrifa stórum stöfum “Save Tibet”. Þeir sem ekki hafa tök á að taka þátt í ljósahátíðinni geta samt sem áður sýnt ákalli Tíbeta um frelsi og að mannréttindi þeirra séu virt, stuðning með því að skrá sig á http://candle4tibet.org og kveikt á kerti á heimili sínu – best er að setja kertið út í glugga til að það verði öðrum sýnilegt.
 
Ljósahátíðinni er ekki ætlað að vera mótmæli gegn Ólympíuleikunum, heldur fremur að beina kastljósinu að því sem er að gerast í Tíbet en landið er enn lokað fyrir umheiminum og stöðugt berast fréttir af harðnandi aðgerðum gagnvart þjóðinni, sérstaklega gagnvart munkum og nunnum. Þá er þetta ekki heldur aðför gagnvart kínversku þjóðinni en mannréttindi eru víða brotin á kínverjum í heimalandi þeirra.
 
Með því að taka þátt í alþjóðaljósahátíðinni erum við að ljá þeim rödd okkar sem hafa ekki frelsi til að segja skoðanir sínar. Tökum ekki málfrelsi okkar sem sjálfsögðum hlut, notum þennan rétt til að segja hug okkar og lánum þeim sem hafa misst þennan rétt til að fræða aðra um hlutskipti þeirra.
 
Ljósahátíðin er öllum opin og er fólk hvatt til að skrá sig á http://candle4tibet.org - Þegar hátíðin er yfirstaðin á heimsvísu verður tekið saman hve margir skráðu sig frá Íslandi og yfirvöldum afhent bréf þess efnis og hvött til aðgerða til að stuðla að bættum mannréttindum í Tíbet.
kertifyrirtibet

 


Kerti fyrir Tíbet - myndband

 
 Langaði að deila með ykkur þessu fallega myndbandi sem einn af þátttakendunum í kerti fyrir Tíbet gerði. Öllum er frjálst að gera myndband í tengslum við verkefnið. Leiðbeingar á vefnum þeirra. 

Kerti fyrir Tíbet

kertifyrirtibet

 Vinir Tíbets taka þátt í stærstu ljósaaðgerð í heimi þann 7. ágúst klukkan 21:00 á Lækjartorgi og þér er boðið. Ef þú hefur ekki tök á að koma á Lækjartorg getur þú kveikt á kerti á þessum tíma og sett í gluggann þinn til að sýna Tíbetum stuðning í frelsisbaráttu þeirra. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á candle4tibet.org. Það er búið að þýða vefinn á íslensku og á ég von á að það komi upp í dag eða á morgun og mun birta beina slóð í íslenska hlutann:) 

 


Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband