Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
10.3.2014 | 07:57
Í dag eru 55 ár frá Tíbesku Uppreisninni
Yfirlýsing frá Sikyong Dr. Lobsang Sangay á 55 ára afmæli Tíbesku Uppreisnarinnar
Fyrir 55 árum söfnuðust þúsundir tíbeta saman í Llasa, höfuðborg Tíbet, til þess að verja Hans Heilagleika Dalai Lama og til að mótmæla hernámi kínverja. Sjö dögum síðar yfirgaf Dalai Lama Llasa og flúði til Indlands. 80.000 tíbetar fylgdu honum í útlegðina. Ég fór til Arunachal Pradesh í janúar síðastliðinn og var djúpt snortinn af að sjá leiðina sem Dalai Lama lagði á sig til þess að fara til Indlands. Ég heimsótti líka Bomdila og Tuting, þar sem þúsundir tíbeta sóttu um hæli. Þjáningarfull reynsla okkar verður ekki umflúinn. Margir af öldungunum okkar sem neyddust til þess að fara í útlegð 1959 hafa dáið án þess að fá drauma sína uppfyllta um að sjá heimaland sitt aftur. Á sama hátt hafa ótal tíbetar dáið í Tíbet án þess að endurheimta fjölskyldur sínar eða öðlast frelsi á ný. Það er samt viss huggun harmi gegn að vonir þeirra og draumar lifa enn og vaxa í afkomendum þeirra.
Staðfesta og úthald einkenna baráttu tíbeta bæði innan Tíbet og utan allt frá uppreisnunum á sjötta áratugnum og mótmælunum í Llasa á þeim níunda til þjóðaruppreisnarinnar 2008 og nýlegrar bylgju af sjálfsíkveikjum. Þetta ber skýrt vitni um það að baráttan fyrir Tíbet verður ekki stöðvuð. Baráttan um Tíbet er háð af nýrri kynslóð bæði innan landamæra Tíbet og af þeim sem eru í útlegð. Raddir yngri kynslóðarinnar innan Tíbet krefjast frelsis, viðurkenningar og sameiningar tíbesku þjóðarinnar. Yngri kynslóðin af tíbetum í útlegð hafa uppi kröfur af sama meiði. Nemendur í Chabcha krefjast þess að læra móðurmálið sitt, tíbesku í skólanum. Tíbetar í Driru neita að flagga með kínverska fánanum og hávær mótmæli berast útaf námugreftrinum í Meldro Gungkar sem hefur kostað mannslíf og mikla eyðileggingu á umhverfinu. Þessi mótmæli afsanna á óvéfengjanlegan hátt áróðurinn sem kínverjar gefa út að tíbetar séu allir ánægðir í Tíbet nema örfáir. Frá 2009 hafa verið 126 sjálfsíkveikjur um allt Tíbet. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir um að láta af þessum örvæntingarfullu aðgerðum, þá hafa þær haldið áfram. Munkurinn Tsultrim Gyatso skildi eftir sig skilaboð áður en hann kveikti í sér 19.desember 2013. Hann skrifaði: Heyrið þið til mín? Sjáið þið þetta? Heyrið þið þetta? Ég neyðist til að brenna dýrmætan líkama minn til þess að Hans Heilagleiki Dalai Lama geti komið aftur, til þess að Panchan Lama verði sleppt úr haldi og til þess að stuðla að velferð sex miljóna tíbeta.
Kasagið (Tíbeska ríkisráðið) vottar öllum hugrökku körlum og konum í Tíbet djúpa virðingu sína. Kasagið heyrir ákall tíbeta innan Tíbet um afnám kúgunar og að endir verði bundin á þjáningar tíbesku þjóðarinnar. Það er því markmið okkar og forgangsatriði að leysa úr málefnum Tíbet á friðsaman hátt eins fljótt og auðið er. En á sama tíma er þörf á langtíma áætlun til þess að styrkja og halda áfram baráttu okkar ef þörf krefur. Eitt styður annað svo að Kashagið mun leggja sig fram um að leysa málefni Tíbet með umræðu og samræðum og jafnframt styðja við áframhaldandi baráttu tíbeta.
Kæru tíbetar, við verðum að hafa í huga að árið 2020 markar 70 ár frá innrás í Tíbet af hálfu Kína. Og þá verða fáir eftir af kynslóð tíbeta sem eiga minningar af frjálsu Tíbet. Hans Heilagleiki Dalai Lama verður 85 ára og hefur þá verið leiðtogi tíbesku þjóðarinnar í 70 ár.
Næsta kynslóð af tíbeskum leiðtogum bæði innan landamæra Tíbet og utan verða að horfast í augu við átakanlegan og ögrandi veruleikan. Tíbetar innan landamæra Tíbets munu ekki eiga sér minningar um Tíbet eins og það var forðum og á sama tíma munu tíbetar utan Tíbets aðeins þekkja líf í útlegð frá heimalandi sínu. Tíbetar í útlegð eru aðeins 2,5 prósent af 6 miljónum tíbeta, en það er líklegt að það verði jafnmargir tíbetar á Vesturlöndum, á Indlandi, Nepal og Bhutan. Útlegð er hættulegt óvissuástand og hernám getur leitt til varanlegar undirokunar. Áskorunin sem við þurfum að fást við er að sætta og brúa bilið á milli þeirra sem búa í útlegð og þeirra sem búa í herteknu landi. Við þurfum að læra að halda áfram frelsisbaráttunni með hliðsjón af þessum ólíku reynsluheimum þar sem hvorugur hefur að geyma persónulegar minningar af frjálsu Tíbet. Hvernig berum við okkur að í baráttunni? Í langtímaáætluninni verðum við að byggja upp sjálfstæði í hinum tíbeska heimi bæði í huga og verki.
Frelsishreyfingin sem er orðin meira en 50 ára getur ekki treyst eingöngu á aðra til að liðsinna okkur í að ná markmiðunum. Það er komin tími til að taka persónulega ábyrgð og sameiginlega leiðsögn. Við þurfum að standa á eigin fótum með því að byggja upp styrkleika hvers einstaklings og heildarinnar. Við þurfum á djúpri íhugun að halda. Ég held að menntun sé raunhæfasta fjárfestingin og áhrifaríkasta tækið. Því betur sem við menntum alla borgara okkar, þeim mun betur mun okkur takast að byggja sterkar stoðir undir sjálfstæði efnahags, tækniþróunar og stjórnunar ríkisins. Stuðningsaðilar okkar víða um heim vita að baráttumál okkar eru byggð á sanngirni og þeir virða búddíska arfleifð okkar. Barátta tíbesku þjóðarinnar byggir á gildunum auðmýkt og heiðarleika en jafnframt úthald þar til árangri er náð. Við þurfum auk þess á nútímalegri menntun að halda til að ná markmiðum okkar. Hefðbundnu gildin okkar í bland við nútímalega menntun mun tryggja að baráttan okkar verði lífsseig og haldist kröftug og ósigrandi. Það hefur úrslitaþýðingu að ungir tíbetar læri tungumál og sögu þjóðarinnar. Það er mikilvægt að þau skrái sögur og frásagnir frá einstökum fjölskyldum og frá heimalandinu. Haldið áfram að njóta momos á tíbeskum veitingastöðum og klæðist chubas til að halda uppá tíbeska menningu. En til þess að þjóðarvitund geti fest djúpari rætur þurfum við að mennta okkur, tengjast traustum böndum við tíbeta í Tíbet og jafnframt íhuga hver og einn, hvernig við getum best mætt þeim áskorunum sem framundan eru. Áherslurnar fyrir 2014 eru að uppfræða og beita okkur til eflingar fyrir hreyfinguna.
Til þess að viðhalda einingu og auka áhrifamáttinn í samfélaginu í útlegð er mikilvægt fyrir tíbeta að til sé sameiginlegur kjarni. Tíbeska útlagastjórnin þjónar þessum tilgangi. Fulltrúarnir 3 í Kasag bjóða efnilegu ungu fólki til að gegna leiðtogahlutverki í tíbesku útlagastjórninni og öðrum stofnunum tengdum Tíbet.
Að lokum vil ég segja að ég fagna nýlegum fundi milli Hans Heilagleika Dalai Lama og Barack Obama forseta. Ég fagna sterkum stuðningi Obama forseta við Meðalhófsleiðina. Raunverulegt sjálfræði fyrir Tíbet sem byggt er á nálgun Meðalhófsleiðarinnar leitast við að skipta út stjórnmálalegri kúgun fyrir grundvallar frelsi, efnahagslegri útskúfun fyrir efnahagslegri sjálfsstyrkingu, félagslegum fordómum fyrir félagslegu jafnrétti, menningarlegri innlimun fyrir eflingu á menningararfleifðinni og eyðileggingu umhverfisins fyrir umhverfisvernd. Við fetum Meðalhófsleiðina til að binda endi á þjáningar Tíbetbúa á sem bestan hátt. Það er einlæg von okkar að ný stjórnvöld í Kína undir forsetanum Xi Jinping velji að fylkja sér að baki þessarar skynsömu og hógværu leiðar.
Kashagið vill fá að þakka Indlandi og indversku þjóðinni fyrir vinsemd þeirra. Eftir að ég tók við ábyrðarstörfum í Dharamsala, er ég sífellt að sjá betur hversu mikið Indland hefur stutt Tíbet og styður stöðugt við bakið á tíbesku þjóðinni. Kashagið lýsir einnig djúpu þakklæti til ríkisstjórna, þingmanna, stuðningshópa Tíbets og einstaklinga um heim allan og við hvetjum alla til að halda áfram með okkur á þessari vegferð.
Mér er það sönn ánægja að tilkynna að Útlagastjórn Tíbets vill tileinka árið 2014 Hans Heilagleika 14. Dalai Lama sem virðingarvott fyrir störf hans sem andlegur leiðtogi og framlag hans fyrir Tíbet og heiminn allan. Mér er einnig ánægja að minna tíbeta og vini okkar um allan heim að 2014 eru liðin 25 ár frá því Hans Heilagleika Dalai Lama voru veitt friðarverðlaun Nóbels. Þann 25.apríl munum við líka fagna 25 ára afmæli 11. Panchen Gedun Choekyi Nyima.
Tíbetska þjóðin hefur komist í gegnum margháttað mótlæti á langri vegferð sinni. Í dag hefur sjálfsvitund okkar, samhugur og sjálfsvirðing náð að festa dýpri rætur en nokkru sinni fyrr. Ef við stöndum saman og náum að tvinna saman innihaldsríkar hefðir öldunganna með nýbreyttni og krafti ungdómsins, þá efa ég ekki að kínversk stjórnvöld neyðist til að taka óskir okkar til greina.
Kæru tíbetsku bræður og systur í Tíbet, leiðin framávið gæti virst löng og áskoranirnar stórar, en við munum sigra. Í Tawang sá ég leiðina sem Hans Heilagleiki Dalai Lama ásamt foreldrum okkar, öfum og ömmum fóru frá Tíbet til Indlands. Úr fjarlægð sá ég stórfengleg fjöll og vatnsföll Tíbets. Ég lít á það sem góðan fyrirboða að ég byrjaði árið 2014 með því að horfa yfir leiðina sem liggur tilbaka til Tíbet. Ég lýk orðum mínum með því að biðja fyrir langlífi Hans Heilagleika Dalai Lama og skjótri lausn á málefnum Tíbet.
Dharamsala, 10.mars, 2014
Dr. Lobsang Sangay
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 08:59
Ókeypis TíbetBíó í dag
Ég fór í gærkvöldi á ókeypis bíó sem skartaði hlaðborði af nýjustu myndum sem tengjast Tíbet. Þessar myndir eru hverri annarri betri og láta engan ósnortin. TíbetBíó er á vegum Vina Tíbets og liður í að kynna fyrir Íslendingum málefni Tíbets. Það voru sorglega fáir í gærkvöldi og því vil ég hvetja fólk til að mæta í dag því við munum ekki eiga kost á að sýna þessar myndir aftur í bráð án endurgjalds. TíbetBíó er haldið í kjallaranum á Kaffi Rót sem er staðsett að Hafnarstræti 17. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar um bíómyndirnar hér fyrir neðan á ensku. Sýningar eru ókeypis en frjáls fjárframlög til styrktar Tíbetsku flóttafólki eru vel þegin.... Hlökkum til að sjá ykkur!
sun.14.júní, kl 16 - 17.20: The Unwinking Gaze (2008)
sun.14.júní, kl 17.20 - 17.40: Leaving Fear Behind (2008)
sun.14.júní, kl 17.40 - 18.30: Breaking the Wall of Silence (2008)
sun.14.júní, kl 18.30 - 19.20: Tibet´s Cry for Freedom (2008)
The Unwinking Gaze (2008): www.unwinkinggaze.com
The Unwinking Gaze was filmed over a period of three years with exceptional access showing the daily agonies of the [Dalai Lama] as he tries to strike a balance between his Buddhist vows and the realpolitik needed to placate China.
Leaving Fear Behind (2008): www.leavingfearbehind.com
Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
Breaking the Wall of Silence (2008): www.mpowermedia.no
A small radio station in the Himalayas creates waves that rock Beijing: Voice of Tibet in Dharamsala in Northern India broadcasts free and independent news into Tibet daily. China is doing everything possible to stop it. Breaking the Wall of Silence is a documentary about a few that dare to challenge the monopoly of information in China...They are all speaking through Voice of Tibet, trying to break China's Great Wall of Censorship.
Tibet's Cry for Freedom (2008): www.tibetscryforfreedom.com
Through the eyes of the Dalai Lama and exiled Tibetans in 2007 and 2008, Tibet's Cry for Freedom explores both past and present in Tibet's long suffering non-violent freedom struggle. Discover the truth about Tibet's history and ponder the future of a nation whose time is fast running out.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2009 | 14:06
Dalai Lama á Íslandi
Í gærkvöld kom Dalai Lama til Íslands. Þetta var söguleg stund fyrir land og þjóð. Það er því hryggilegt að helstu ráðamenn þjóðarinnar sjái sér ekki fært að hitta handhafa friðarverðlauna Nóbels eða hlusta á þann mannkærleika sem hann boðar. Helstu ráðamenn þjóðarinnar bugta sig og beygja fyrir þeim er mannréttindabrotin fyrirskipa, myrða og limlesta, en ekki þann mann sem alltaf hefur boðað friðsamlegar leiðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á að fara aðrar leiðir.
Ég hef lesið mikið um Tíbet, fyrir og eftir hernám Kínverja. Ég hef kynnt mér menningu þjóðarinnar og ég hef horft á menninguna hægt og bítandi tærast upp. Hjarðmenningin er að glatast og allt sem henni fylgdi: söngvar, dansar, handverk. Í Tíbet er 1 hermaður á hverja 10 Tíbeta. Tíbet er ekki síður fangelsi en Gaza. Hef ekki heyrt að það sé auðvelt að verða sér út um ferðaleyfi frá Tíbet. Enn eru hömlur á erlent fréttafólk sem og mannréttindasamtök.
Ég hef tekið saman töluvert mikið af slóðum er varða málefni Tíbet sem ég hvet fólk til að nýta sér.
Vinir Tíbets standa fyrir örkvikmyndahátíð í þessum mánuði og verður það auglýst á morgunn, við fengum góðfúslega að hafa borð í anddyri Laugadalshallar og munum þar gefa fólki kost á að skrá sig í félagið eða spyrja spurninga: hér er smá kynning á félaginu:
Vinir Tíbets er félag sem var stofnað í apríl 2008
Tilgangur okkar er:
að stuðla að vinasambandi íslensku og tíbetsku þjóðanna og auka þekkingu hér á landi á menningu og sögu Tíbets.
að vekja athygli hérlendis á ástandi mála í Tíbet.
að standa fyrir fjársöfnun til að hjálpa flóttafólki frá Tíbet.
að fá fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og aðra þá sem tengjast málefnum félagsins til að halda erindi, fyrirlestra, tónleika og þess háttar hér á landi.
Til þess að skrá þig í félagið:
Endilega skrifaðu upplýsingar þínar á blaðið á borðinu hérna.
Eða sendu tölvupóst með nafni, netfangi, GSM og heimilisfangi þínu til info@tibet.is
2009 Stjórnendur:
Formaður: Birgitta Jónsdóttir
Ritari: Halldóra Þorláksdóttir
Gjaldkeri: Deepa Iyengar
Meðstjórnendur: Tsewang Namgyal, Tenzin Dakten, Katrín Björk Kristinsdóttir, Harpa Rut Harðardóttir, Hannes Högni Vilhjálmsson
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 08:26
Pyntingar og barsmíðar í Tíbet
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2009 | 09:04
Samstaða með Tíbetum - 50 ára afmæli "Tibetan Uprising"
Enn á ný hefur landinu verið lokað fyrir alþjóða samfélaginu. Vinir Tíbets taka þátt í alþjóða aðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í þeirra baráttu fyrir að lifa af sem þjóð. En í fyrra útskýrði Dalai Lama ástandið í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.
Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að sýna Dalai Lama hollustu sína eða að eiga þjóðarflagg Tíbeta í fórum sínum. Í Tíbet fremja munkarnir frekar sjálfsvíg en að verða fangelsaðir og þurfa að búa við margra ára pyntingar og hrottaskap.
Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast sem og menningarleg arfleifð þessarar friðsælu þjóðar.
Vinir Tíbets stóðu fyrir samstöðu og mótmælafundum fyrir utan kínverska sendiráðið í hverri viku frá því í mars í fyrra þangað til í september. Félagið hefur legið í dvala á meðan efnahagshrunið hér hefur skollið á með fullum þunga, en þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar þá ber okkur skylda til að gleyma ekki þeim er þjást þó í fjarlægum heimshlutum sé. Eftir nokkra mánuði mun Dalai Lama heimsækja þjóð okkar. Það væri gaman að geta sýnt honum að hér er víðtækur stuðningur við þjóð hans sem heimurinn hefur gleymt í 50 ár.
Fjölmennum og sýnum samstöðu með Tíbetum, sýnum kínverskum ráðamönnum að heimurinn lætur málefni Tíbet sig varða.
Ef þú kemst ekki - gefðu þér þá endilega tíma til að skrifa í fjölmiðla um Tíbet eða á bloggið þitt þennan dag. Kveiktu á kerti eða twittaðu - fjésbókaðu þinn stuðning. Vinsamlegast látið sem flesta vita.
Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
In a remarkable coincidence, filming concluded in early March 2008 on the eve of the eruption of unprecedented mass Tibetan protests across the Tibetan plateau. Shot primarily in the eastern provinces of Tibet, the film provides a glimpse into the hearts and minds of the Tibetan people and their longstanding resentment of Chinese policies in Tibet.
The filmmakers traversed thousands of miles, asking ordinary Tibetans what they really feel about the Dalai Lama, China, and the Olympic Games. The filmmakers gave their subjects the option of covering their faces, but almost all of the 108 people interviewed agreed to have their faces shown on film, so strong was their desire to express themselves to the world. Excerpts from twenty of the interviews, including a self-recorded interview of the filmmaker himself, are included in the 25 minute film.
The footage reveals with stark clarity that Tibetans are frustrated and embittered by the deterioration and marginalization of Tibetan language and culture; the destruction of the lifestyle of Tibetan nomads through Chinese forced settlement policies; the lack of religious freedom and the vilification of the Dalai Lama; and the broken promises made by the Chinese government to improve conditions in Tibet in the run up to the Olympic games. All are united in their reverence for the Dalai Lama and long for him to return, and as some even dream, to attend the Olympic Games.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín