Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Föst fundaraðstaða vina Tíbets

Vinum Tíbets hefur boðist kostatilboð um fasta fundaraðstöðu í kjallara Alþjóðahúss. Verið er að standsetja kjallarann svo hann verði hæfur til fundarhalds. Við vorum þarna dágóður hópur fólks frá öllum heimshornum og ýmsum félögum, að taka til og mála á föstudagskvöldið og vonandi tekst okkur að klára þetta næsta föstudag. Aðstaðan verður frábær fyrir svona lítil félög eins og okkar sem oft eru á hálfgerðum hrakhólum þegar verið er að byggja þau upp. Frábært að fá þessa aðstöðu. 

Annars þá er ég ákafur aðdáandi Alþjóðahúss og finnst það starf sem þar er unnið hið mesta þarfaþing, mætti jafnvel líkja því starfi sem hornsteini en margir gera sér ekki grein fyrir hve mikilvægur hann er. Hef fylgst með starfsemi Alþjóðahúss frá upphafi og veit hvað það skiptir miklu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu okkar. Ég hef svo oft búið erlendis og veit hvað það getur verið snúið að læra á samfélagið í kringum mig ef engin aðstoð er í boði.

Fáni TíbetÁ næstu dögum mun ég setja inn fleiri fastar síður með fræðsluefni er tengist Tíbet, var að setja inn grein um fána Tíbets og hvet ykkur til að lesa hana. Ótrúlega falleg hugsun sem liggur að baki fánans. 

Einn félagi hefur verið öðrum duglegri að þýða greinar og kann ég henni bestu þakkir fyrir það:)

Með björtum kveðjum

Birgitta


Fastað fyrir friði á laugardag

Dalai LamaNæstkomandi laugardag mun fjöldi fólks um heim allan taka þátt í 12 tíma táknrænni föstu. Fastan hérlendis mun hefjast klukkan 9 að morgni og enda klukkan 21 á laugardagskvöldið. Einn liður föstunnar er að kyrja saman og hugleiða. Læt fylgja með leiðbeiningar fyrir föstuna og tilgang hennar.

Aðalatriðið er að vera með, þeir sem treysta sér ekki til að notast aðeins við vatn í tólf tíma vegna heilsufarsástæðna geta samt tekið þátt, þó ekki væri nema í 10 mínútur. Þess er farið á leit frá Dharamsala að skrá hve margir tóku þátt og bið ég því ykkur um að láta mig vita ef þið ætlið að taka þátt. Það má að sjálfsögðu fá sér að borða áður en fastan hefst og ég mæli með því að þeir sem eru ekki vanir að fasta fái sér eitthvað í gogginn áður - eitthvað létt þó eins og ávexti eða eitthvað slíkt.

Best væri ef fólki myndi nota einhvern hluta dagsins annað hvort með öðrum eða eitt og sér og myndi kyrja og hugleiða ef það er vant slíku, ef fólk hefur ekki reynslu af slíku getur það hugleitt á hvern þann hátt sem því er tamt.

Megintilgangurinn er að hugsa til og biðja fyrir þeim sem látist hafa í Tíbet vegna hernámsins sem og fyrir góðri heilsu Dalai Lama svo hann geti haldið áfram að vinna að friði í heiminum okkar. Nýjustu fréttir eru þær að hann var lagður inn á spítala í dag vegna kviðaverkja og mun ekki gegna neinum opinberum störfum næstu þrjár vikurnar vegna ofþreytu. Bið ykkur því um að senda honum styrk og birtu. Upprunalega ætlaði hann að leiða þessa föstu og bænastund en ekki mun verða að því.

Við ætlum eins og alltaf að hittast fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á laugardaginn og þeir sem hafa áhuga á að kyrja með okkur eru velkomnir að gera það eftir mótmælastöðuna við sendiráðið. Við munum ákveða hvert við förum að kyrja útfrá hve margir hafa áhuga á að gera það með okkur.

Með þakklæti og friði
Birgitta

Detail programme of 12-hour long Fasting and Prayer Service to be observed by Tibetans, Tibet supporters and by the peace loving people of the world on 30th August 2008 or Last day of the 6th Month in Tibetan Calendar.

Aims of this Fasting and Prayer Service:

a) To purify negative actions of all beings, particularly of Tibetan and Chinese people, and, to accumulate and multiply our collective good karma. As a result, this will:

b) Bring long, healthy life to His Holiness the Dalai Lama and help his activities to prosper and benefit all sentient beings.

c) Ease all the conflicts, diseases, sufferings, and natural calamities in the world, so that all beings shall live in peace and harmony.

d) Cleanse the negative actions of all those Tibetans who have died fighting for their political cause in the aftermath of March protest in Tibet this year and help them reborn in higher realm and eventually get freed from vicious Samsaric cycle. And, instantaneously relieve those Tibetan who are still enduring atrocities under the brutal Chinese oppression from their sufferings, and for the truth of Tibetan issue to prevail soon.

e) Finally get all those people in the world in general and Tibetans in particular, who have been victims of forced oppression and violence and deprived of their religious freedom and freedom of conscience and expression, be freed and enjoy state of well-being and freedom. And, dismantle all the hatred in the hearts of oppressors and guide them with discerning wisdom, and

f) Earnestly remind and appeal to all the human beings to effectively counter the acts of oppression, violence and injustice with non-violent and peaceful means, borne out of compassion and loving kindness to our oppressor.

Duration of Fasting and Prayer Service:
a) On the auspicious day of 30th August 2008 and the last day of 6th Month in Tibetan Calendar, the Fasting and Prayer Service shall be observed in one's respective area from 7 a.m. till 7 p.m. for 12 hours.

b) In specific area of special cases, if the above timing is inconvenient they can modify the timeline, suppose, from 0800 hrs to 2000 hrs but the idea is to observe 12 hours long fast and prayer on that day.

c) Those who are old and infirm, patients and children who cannot participate in a 12-hour fast can join in for 10 minutes or half an hour or up to one hour, according to their disposition.

Observing Fast:

During the period of observing fast, one is allowed to drink hot or cold water (plain water). But drinking tea, milk, fruit juice and other energy drinks should be barred as well as eating, chewing and munching any eatables. However, daily medical prescriptions are exception; one can take them as in their daily routine.

How to assemble:

f) Scattered Tibetan community who don't have specific meeting place can observe by themselves at home or together with their neighbours.

g) Tibet Support Groups can observe fast by gathering at convenient location or at specific place where large participation is possible

h) Those Tibetans, Tibetan supporters and justice and peace loving people of the world, who cannot go and join the masses to observe fast and prayer service, can observe it at their own home.
 


Ljósahátíðin á Íslandi vekur athygli erlendis

Kerti fyrir Tíbet

Fékk skeyti frá David Califa upphafsmanni að hinu alþjóðlega átaki Candle4Tibet þar sem hann lofaði mjög myndbandið sem ég skeytti saman frá ljósahátíðinni okkar í Reykjavík þann 7. ágúst og sagðist hann hafa skellt henni á forsíðu candle4tibet.ning.com. Gaman af því. Þetta var yndisleg stund og ég vona að sem flestir láti sjá sig þann 23. ágúst klukkan 21:00 fyrir utan kínverska sendiráðið. 

Næsta aðgerð sem við munum gera í samstarfi við Candle4Tibet mun eiga sér stað Laugardagskvöldið 23. ágúst, klukkan 21:00, kvöldið fyrir lok Ólympíuleikana í Peking

Með þessari aðgerð munum við láta heiminn vita af því að við höfum EKKI gleymt Tíbet

Kveiktu á kerti heima hjá þér, með vinum eða með okkur fyrir utan kínverska sendiráðið 

Markmiðið er að kveikja á kerti fyrir utan öll kínversk sendiráð í heiminum

Ekki gleyma að skrá þátttöku ykkar á
candle4tibet.org og jafnframt hvetja vini og vandamenn til að vera með

Með friðarkveðju

Vinir Tíbets 


Fyrirlestur um tíbeskan búddisma

Yangsi-Rinpoche2 

Yangsi Rinpoche

Heldur fyrirlestur um tíbeskan búddisma og hugleiðslu

Yangsi Rinpoche áað baki 25 ára nám í tíbeskum búddisma  og útskrifaðist með Geshe Lharampa gráðu frá Sera Jeklaustrinu í Suður-Indlandi. Hann starfar sem prófessor í búddískum fræðum viðMaitripa Institute í Bandaríkjunum.

 

Norræna Húsinu 27. júlí kl 16

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Norræna húsið.

Aðgangur ókeypis


Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband