Árið 1912 ákvað hinn13. Dalai Lama að taka í notkun núgildandi þjóðfána Tíbets. Var fáninn samsettur úr þeim fánum sem herir mismunandi héraða Tíbet höfðu notað og gerður að sameiningartákni fyrir landið allt. Fáninn er opinberlega notaður af Ríkisstjórn Tíbeta í útlegð, sem er staðsett í Dharamsala á Indlandi. Kínversk stjórnvöld hafa bannað fánann þar sem hann er tákn fyrir frelsisbaráttu Tíbeta í landinu.
Á vefsíðu Ríkisstjórnar Tíbeta í útlegð er táknfræði fánans útskýrð á eftirfarandi hátt:
Í miðju fánans er tignarlegt fjall, sem táknar tíbesku þjóðina. Það er einkennandi fyrir Tíbet að vera landið sem umkringt er snævi þöktum fjöllum.
Blár litur í bakgrunn táknar himininn og á hann eru dregnir sex rauðir borðar sem standa fyrir forfeður allra Tíbeta: þjóðflokkana sex sem kölluðust Se, Mu, Dong, Tong, Dru og Ra. Sameinaðir tákna bláu og rauðu fletirnir þá verndara sem standa að eilífu vörð um andlegar kenningar og trúarlíf Tíbeta.
Frá hæsta tindi fjallsins lýsa geislar sólarinnar í allar áttir, og vísa til frelsis og jafnréttis, andlegs og veraldlegs ríkidæmis og velferðar fyrir alla íbúa landsins.
Í fjallshlíðunum eru tvö snæljón, goðsagnaverur sem skreytt hafa fána í Tíbet öldum saman, og tákna þann sigur sem felst í sameiningu andlegs og veraldlegs lífs.
Ljónin halda á lofti geislandi þrílitum gimstein, en hann er táknrænn fyrir þá djúpstæðu virðingu sem Tíbetar bera fyrir, Búddah, Dharma (leið Búddha) og Sangha (samfélag munka og nunna).
Neðst halda ljónin á milli sín öðrum tvílitum gimsteini. Táknar hann þær mætur sem tíbeska þjóðin hefur á sjálfsaga og siðgæði sem endurspeglast í ástundun á lífsgildum búddismans.
Gulur rammi afmarkar myndflötinn á þremur hliðum og stendur fyrir hinar gullnu kenningar Búdda og hvernig þær vaxa til allra átta.
Sú hlið sem er án gula litarins táknar að Tíbet er opið fyrir öllum þeim er kjósa að lifa eftir annarri heimspeki en búddisma.
Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Tibetan_flag
http://tibet.com/flag.html
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Trúmál og siðferði | 7.9.2008 | 09:48 (breytt kl. 09:56) | Facebook
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín