7.9.2008 | 10:05
Föst fundaraðstaða vina Tíbets
Vinum Tíbets hefur boðist kostatilboð um fasta fundaraðstöðu í kjallara Alþjóðahúss. Verið er að standsetja kjallarann svo hann verði hæfur til fundarhalds. Við vorum þarna dágóður hópur fólks frá öllum heimshornum og ýmsum félögum, að taka til og mála á föstudagskvöldið og vonandi tekst okkur að klára þetta næsta föstudag. Aðstaðan verður frábær fyrir svona lítil félög eins og okkar sem oft eru á hálfgerðum hrakhólum þegar verið er að byggja þau upp. Frábært að fá þessa aðstöðu.
Annars þá er ég ákafur aðdáandi Alþjóðahúss og finnst það starf sem þar er unnið hið mesta þarfaþing, mætti jafnvel líkja því starfi sem hornsteini en margir gera sér ekki grein fyrir hve mikilvægur hann er. Hef fylgst með starfsemi Alþjóðahúss frá upphafi og veit hvað það skiptir miklu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu okkar. Ég hef svo oft búið erlendis og veit hvað það getur verið snúið að læra á samfélagið í kringum mig ef engin aðstoð er í boði.
Á næstu dögum mun ég setja inn fleiri fastar síður með fræðsluefni er tengist Tíbet, var að setja inn grein um fána Tíbets og hvet ykkur til að lesa hana. Ótrúlega falleg hugsun sem liggur að baki fánans.
Einn félagi hefur verið öðrum duglegri að þýða greinar og kann ég henni bestu þakkir fyrir það:)
Með björtum kveðjum
Birgitta
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.