Leita í fréttum mbl.is

Taktser Rinpoche látinn

Taktser RinpocheTaktser Rinpoche, elsti bróðir Dalai Lama lést 5. September í Bandaríkjunum. Hann spilaði stórt hlutverk í þeirri pólitísku þróun sem átti sér stað í kjölfar hernámsins á Tíbet og var einn af aðal samningamönnum Tíbeta í árdaga hernámsins.

Þegar hann var þriggja ára var hann viðurkenndur endurfæddur ábóti Kumbum klaustursins og var þegar í áhrifamikilli stöðu áður en bróðir hans fæddist og tók við þeirri stöðu að vera andlegur leiðtogi allrar þjóðarinnar.

Kínversk yfirvöld lofuðu Taktser Rinpoche stöðu ríkistjóra Tíbets ef hann myndi myrða bróður sinn. Taktser Rinpoche fór til Lhasa enn í stað þess að myrða Dalai Lama, sagði hann bróður sínum sannleikann og frá vantrausti sínu á gylliboðum kínverskra yfirvalda og hvatti hann til að flytja sig um set og hafa búsetu við Indversku landamærin. Stuttu síðar flúði Taktser Rinpoche Tíbet.

Taktser RinpocheÞó að Taktser Rinpoche væri dyggur fylgismaður Dalai Lama, þá hafði hann allt aðra skoðun en bróður sinn varðandi milliveg þann sem Dalai Lama ákvað að fylgja. Taktser Rinpoche var alla tíð ákveðinn í því að eina leiðin fyrir Tíbet væri fullt sjálfstæði.

Taktser Rinpoche varði lífi sínu að stórum hluta í að skrifa um Tíbet, bækur sem og akademísk rit, þar á meðal er bókin “Tibet is My Country”, Tíbet er land mitt, en hún var með fyrstu bókum sem fjölluðu um upplifun Tíbeta á þeim umbrotum sem áttu sér stað í landinu. Bókin var jafnframt sú fyrsta til að vera talin til mikilvægra fræðibókum í þessum málaflokki.

Hann starfaði sem prófessor í tíbeskum fræðum í háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum og árið 1979 stofnaði hann í Indiana Tíbeska menningarmiðstöð.

Taktser Rinpoche og Dalai LamaAllt til hinstu stundar var Taktser Rinpoche óþreytandi málsvari mikilvægi þess að vernda og bjarga menningu Tíbeta. Hann stóð alltaf vörðinn fyrir því mikilvæga málefni að Tíbetar í Tíbet nytu mannréttinda. Á hverju ári, einnig í ágúst á þessu ári tók hann þátt í svokölluðum “Long walks” og hjólreiðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet og hvað þjóð hans þarf að ganga í gegnum.

Taktser Rinpoche var 86 ára þegar hann lést. Blessuð sé minning hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1036

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband