7.9.2008 | 14:00
Taktser Rinpoche látinn
Taktser Rinpoche, elsti bróðir Dalai Lama lést 5. September í Bandaríkjunum. Hann spilaði stórt hlutverk í þeirri pólitísku þróun sem átti sér stað í kjölfar hernámsins á Tíbet og var einn af aðal samningamönnum Tíbeta í árdaga hernámsins.
Þegar hann var þriggja ára var hann viðurkenndur endurfæddur ábóti Kumbum klaustursins og var þegar í áhrifamikilli stöðu áður en bróðir hans fæddist og tók við þeirri stöðu að vera andlegur leiðtogi allrar þjóðarinnar.
Kínversk yfirvöld lofuðu Taktser Rinpoche stöðu ríkistjóra Tíbets ef hann myndi myrða bróður sinn. Taktser Rinpoche fór til Lhasa enn í stað þess að myrða Dalai Lama, sagði hann bróður sínum sannleikann og frá vantrausti sínu á gylliboðum kínverskra yfirvalda og hvatti hann til að flytja sig um set og hafa búsetu við Indversku landamærin. Stuttu síðar flúði Taktser Rinpoche Tíbet.
Þó að Taktser Rinpoche væri dyggur fylgismaður Dalai Lama, þá hafði hann allt aðra skoðun en bróður sinn varðandi milliveg þann sem Dalai Lama ákvað að fylgja. Taktser Rinpoche var alla tíð ákveðinn í því að eina leiðin fyrir Tíbet væri fullt sjálfstæði.
Taktser Rinpoche varði lífi sínu að stórum hluta í að skrifa um Tíbet, bækur sem og akademísk rit, þar á meðal er bókin Tibet is My Country, Tíbet er land mitt, en hún var með fyrstu bókum sem fjölluðu um upplifun Tíbeta á þeim umbrotum sem áttu sér stað í landinu. Bókin var jafnframt sú fyrsta til að vera talin til mikilvægra fræðibókum í þessum málaflokki.
Hann starfaði sem prófessor í tíbeskum fræðum í háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum og árið 1979 stofnaði hann í Indiana Tíbeska menningarmiðstöð.
Allt til hinstu stundar var Taktser Rinpoche óþreytandi málsvari mikilvægi þess að vernda og bjarga menningu Tíbeta. Hann stóð alltaf vörðinn fyrir því mikilvæga málefni að Tíbetar í Tíbet nytu mannréttinda. Á hverju ári, einnig í ágúst á þessu ári tók hann þátt í svokölluðum Long walks og hjólreiðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet og hvað þjóð hans þarf að ganga í gegnum.
Taktser Rinpoche var 86 ára þegar hann lést. Blessuð sé minning hans.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1036
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.