11.9.2008 | 07:05
Þögnin frá Tíbet
Það ríkir þögn um Tíbet, í fjölmiðlum. Því ríkir þögn meðal almennings. Á meðan er verið að murka lífið úr friðsömustu þjóð í heimi. Það eru svo sem engar nýjar fréttir, kínversk yfirvöld hafa komist upp með það í 60 ár. Það sem eru nýjar fréttir er að kínversk yfirvöld hafa ákveðið að leggja gríðarlegt fjármagn í uppbyggingu á álverum og báxítnámum, sem og fleiri skyld verkefni til næstu ára. Áætlunin er að búa til 16.800 ný störf í Tíbet. Þeir sem þekkja til í Tíbet vita að þessi störf eru áætluð fyrir enn frekari landnema af kínversku bergi brotnu.
Það er sjaldgæft að maður heyri fréttir frá Tíbet, það er sjaldgæft að blaðamenn leggist í rannsóknarvinnu og skrifi heilsteyptar greinar um hvað er að gerast þar núna. Þó er auðvelt að nálgast fréttir sem fólk leggur sig í lífshættu að afla. En það eru ekki stóru fréttaveiturnar sem veita þessar fréttir, því landið er lokað og engir alþjóða fréttamiðlar sem geta veitt fréttir. Því eru einu fréttirnar sem við fáum frá flóttafólki eða þeim sem smygla sér inn í landið og lenda oft í fangelsi fyrir vikið.
Það er sorglegt til þess að vita að við sem þjóð kynnum okkur ekki betur það sem er að gerast í Tíbet, því við erum jú eina ríkið í Evrópu sem á í tvíhliða viðskiptum við Kína. Það ætti að gefa okkur aukið vægi í að þrýsta á kínversk yfirvöld. En lítið fer fyrir því. Eini maðurinn úr ríkisstjórninni sem hefur gert eitthvað til að ræða um Tíbet við kínversk yfirvöld er Björgvin G. viðskiptaráðherra. Allir hinir hafa verið þöglir sem gröfin. Þó ættu þau að vera meðvituð um ástandið, sendi þeim öllum slóð í myndina "Undercover in Tibet" en ég hef ekki fengið nein svör um viðbrögð eða aðgerðir.
Þjóðarskútan okkar er ef til vill lek og óstöðug en þó höfum við fjárráð að sækja um rándýrt embætti sem meirihluti þjóðarinnar telur að við eigum ekkert erindi í, þ.e.a.s. öryggisráðið. Þar munum við vera enn ein röddin með nákvæmlega ekkert vægi ef við þá komumst inn í þetta ráð þar sem ríki eins og Kína, USA og Rússland ráða öllu.
Látum ekki þögnina um Tíbet vera viðvarandi. Í slóðasafninu hér til vinstri er að finna fjölmarga staði þar sem hægt er afla sér upplýsinga. Gefðu þér andartak til að kynna þér hvað er í gangi í Tíbet og gerðu svo eitthvað. Greinakorn eða bréf til ráðamanna virðist harla máttlaust en ef við erum nógu mörg þá er ég sannfærð um að það muni skila árangri.
Með björtum kveðjum,
Birgitta
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Facebook
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.