24.12.2008 | 07:22
Vinir Tíbets þakka fyrir árið sem er að líða
Kæru Vinir Tíbets og allir sem láta sig málefni Tíbet varða. Okkur langar til að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við að gera störf félagsins möguleg á árinu sem er að líða. Við stofnuðum félagið formlega í apríl á þessu ári. Frá því í mars á þessu ári stóðum við fyrir fjölmörgum viðburðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet, til að sýna Tíbetbúum stuðning, til að kynna menningu Tíbets og til að búa til vettvang til að miðla meiri fróðleik hérlendis um landið og fólkið sem býr þar.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Tíbet og menningu landsins. Fjölmargar slóðir að upplýsingum er að finna í tenglasafninu hér til vinstri.
Hér er ljóð sem skáldið Ron Whitehead skrifaði útfrá ræðu Dalai Lama fyrir margt löngu og á ágætlega við hjá okkur í dag. Þýðing: Birgitta. En ljóðið heitir:
Ekki gefast upp
Ekki gefast upp
sama hvað gerist
Ekki gefast upp
Ræktaðu hjarta þitt
Of mikilli orku í heiminum er eytt
í ræktun hugann
í stað hjartans
Ræktaðu hjarta þitt
Sýndu umhyggju
ekki aðeins gagnvart
vinum þínum
heldur gagnvart öllum
Sýndu umhyggju
Stuðlaðu að friði
í hjarta þínu og
um heimsbyggð alla
Stuðlaðu að friði
Og ég endurtek
Ekki gefast upp
Sama hvað gengur á
Sama hvað gerist
í kringum þig
Ekki gefast upp
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Trúmál og siðferði | Breytt 25.1.2009 kl. 11:53 | Facebook
Tenglar
Tíbet
- Dalai Lama á Íslandi
- Save Tibet - fréttir og fróðleikur
- Fréttir frá Tíbet
- Tibetan Writers
- Students for a Free Tibet
- Leaving Fear Behind
- Tibet Info Net
- Undercover in Tibet
- Cry of the Snow Lion
- Raddir fyrir Tíbet
- Ljósahátíðin á Youtube
- Tibetan Photo Project
- Útlagastjórn Tíbets
- Silent Message
- Vinir Tíbets á Flickr
- Undirskrifarlisti beint til IOC Olympic Committee: Stop Playing China's Games!
- Tibet Art Movement
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- Birgitta Jónsdóttir
- Björgvin Guðmundsson
- Egill Bjarnason
- Einar Ólafsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gils N. Eggerz
- Goggi
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Heiða Þórðar
- Hlynur Hallsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján Kristjánsson
- Neddi
- Perla
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurður Hrellir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dorje
- Eva G. S.
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Heimir Tómasson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Máni Ragnar Svansson
- Sigurður M Grétarsson
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Gleðileg Jól
Er Dalai Lama í alvöru að fara að heimsækja Ísland? Nýlega þá kynntist ég baráttu Tíbeta, en ég var algjörlega fáfróður um þessa baráttu fyrr en ég kom til Dharamsala á Indlandi, en ég var þar í um sex vikur.
Eru margir í þessu félagi? Hvað geriði, skipuleggiði mótmæli? Ég hef ákveðið að reyna að vekja athygli á málstaðnum með bróður mínum, við lofuðum tveimur munkum því sem við kynntumst í McLeod.
Afhverju gerir enginn neitt, eru það "viðskiptahagsmunir"? Mikið þykir mér það rangt að líta framhjá þessu útaf peningum.
Ég sendi stjórnmálamönnum á Íslandi bréf og spurði um stefnu stjórnvalda um málefni Tíbets 10. des en þeir hafa ekki svarað.
Ég og bróðir minn erum báðir til í að taka þátt í mótmælum með ykkur ef þið eruð með svoleiðis.
Matthías (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.