Leita í fréttum mbl.is

Ný stjórn og sitthvað fleira

Á aðalfundi var kjörin ný stjórn: Birgitta Jónsdóttir, formaður, Halldóra ritari, Deepa Lyengar, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Tsewang Namgyal, Tenzin Khechok, Hannes Högni Vilhjálmsson, Katrín Björk Kristinsdóttir og Harpa Rut Harðardóttir.

Á fundinum var samþykkt að taka upp árgjald sem mun verða 1.500. Þeir sem ekki treysta sér til að greiða þetta árgjald verða að sjálfsögðu jafngildir meðlimir og aðrir. Nánari upplýsingar um útfærslu á þessu síðar:)

Ýmsar hugmyndir voru reifaðar um hvernig við gætum aflað fjár til að styrkja bæði viðburði á vegum félagins sem og til að senda til móttökustöð flóttamanna í Dharamsala. Þar má nefna, bingó, fjáröflunarkvöldverð með indversku og tíbesku ívafi, ljósmyndasýningu og sitthvað fleira. Ef einhver hefur fleiri hugmyndir, endilega deilið þeim með okkur og við munum gera okkar besta til að hrinda því í framkvæmd.

Í október fer ritari félagsins til Dharamsala í einkaerindum og mun hún og maðurinn hennar afhenda peninga fyrir okkar hönd, en okkur tókst að safna um 116.000 fyrir móttökustöð flóttamanna. Vil þakka ykkur sem lögðu þessari söfnum lið. Yndislegt hvað það er til mikið af fólki með stórt hjarta og fórnfýsi fyrir þá sem þjást í heiminum okkar.

Minni á að við munum ekki standa fyrir mótmælum á hverjum laugardegi fyrir utan kínverska sendiráðið. Ætlaði að afhenda sendiherra bréf og beiðni um fund en komst að því að þar var allt lok lok og læs vegna þjóðhátíðar þeirra frá því á miðvikudag... Læt bréfið flakka á póstlistann og hvenær ég mun afhenda þetta opinbera bréf fyrir hönd félagsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband