Leita í fréttum mbl.is

Frábær aðgerð

Þetta finnst mér flott aðgerð og sýna sannan íþróttaanda. Það ætti nefnilega ekki að vera þannig í heimi okkar að íþróttaandinn nái ekki útfyrir íþróttirnar. Varla eru þær handan þess mannlega. Eru þær ekki einmitt markaðssettar sem táknmynd fyrir að hugurinn er ofar hinu efnislega?  

Mikið hefði nú verið gaman ef okkar ráðamenn hefði þorað að gera eitthvað annað en að sötra kampavík í fyrirmannstúku og láta mannréttindabrotin í Kína og Tíbet sem vind um eyru þjóða... 

Manni var nánast ómótt af fagurgalanum í Ólympíuheftinu sem kom út í gær. Mér finnst að allir ættu að minnast þeirra fórna sem fólkið í Peking hefur verið þvingað til að færa, að ógleymdum bændunum sem fá ekkert vatn á akra sína vegna þess að vatninu þeirra er beint á Ólympíuþorpið. 

Minni svo á Kerti fyrir Tíbet í kvöld klukkan 21 á Lækjartorgi, heima hjá þér eða í vinnunni. Nánar á candle4tibet.org 


mbl.is Fánaberi Bandaríkjanna frá Darfúr héraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dark Side

Engin pólitísk afskipti í íþróttum, takk!

Dark Side, 7.8.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband