Leita í fréttum mbl.is

Kerti fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet
Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan 21:00 taka vinir Tíbets þátt í alþjóðaaðgerðum til að sýna fram á að heimsbyggðin hefur EKKI gleymt Tíbet, þó kínversk yfirvöld hafi gert sitt besta til að hindra aðgang að upplýsingum um ástand mála þar. Kveikt verður á kertum fyrir utan kínversk sendiráð um allan heim, en 215 sendiráð hafa nú þegar verið staðfest sem samkomustaðir. 

Vinir Tíbets ætla að tendra kerti til að minnast þeirra sem þjást í Tíbet en samkvæmt fréttum hefur landinu verið haldið í herkví á meðan á Ólympíuleikunum stendur og eru stór svæði Tíbets eins og fangelsi. Milljónir manna um heim allan tendra kerti á sama tíma, hvort heldur er heima hjá sér, meðal vina eða fyrir utan sendiráð. Hvetjum alla sem láta mannréttindi sig varða að mæta og taka þátt í kertastundinni með okkur. Nánari upplýsingar á candle4tibet.org.

Myndband sem vinir Tíbets settu saman eftir síðustu ljósahátíð var sérstaklega valið fyrir aðalsíðu Candle for Tibet Social Network. Í þeirri aðgerð tóku tugir milljóna þátt og von er á álíka mörgum þátttakendum núna. Dalai Lama hefur lagt blessun sína yfir þessa alþjóðlegu aðgerð og the Art for Peace Foundation hefur jafnframt stutt hana með því að gefa skipuleggjendum kertaaðgerða aðgang að tónlistinni af Songs for Tibet án endurgjalds, en fjölmargir heimsfrægir tónlistarmenn hafa gefið vinnu sína til að styrkja baráttu Tíbeta til að fá um mál sín fjallað á alþjóðavettvangi. 

40 íþróttamenn sem taka þátt í Ólympíuleikunum hafa sótt sér tónlistina af disknum til að sýna í verki samstöðu með Tíbetum. Nú hafa kínversk yfirvöld fengið iTunes til að taka þátt í umdeildri aðgerð með því að loka fyrir aðgang að tónlistinni af Songs for Tibet úr netverslun iTunes ef þú ert staddur í Kína.

Opinberað hefur verið að í lokaathöfn Ólympíuleikana verði ópera sem fjallar um hve dásamlegt lífið er í Tíbet eftir hernámið og því varla hægt að tala um að ekki sé verið að nota íþróttavettvang til pólitískra aðgerða. Vinir Tíbets hvetja forseta Íslands til að taka upp málefni Tíbets við forseta Kína þegar þeir hittast á föstudaginn 22. ágúst.
 
 
Myndband frá "Kerti fyrir Tíbet" sem haldið var á Lækjartorgi 7. ágúst 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband