Leita í fréttum mbl.is

Enn mótmælt

Vinir TíbetsTil hvers mætum við fyrir utan kínverska sendiráðið á hverjum laugardegi?

1. Sendiherranum er skylt að senda skýrslu til sinna yfirmanna í Kína ef mótmælt er fyrir utan sendiráðið. Með því að mótmæla fyrir utan sendiráðið erum við að senda skilaboð beint til Kína um að við líðum ekki þau mannréttindabrot sem framin eru í Tíbet.

2. Tíbet er enn lokað. Engir frjálsir fjölmiðlar hafa aðgang að landinu. Í þessari miklu þögn þrífast handtökur og morð, kúgun og pyntingar. Við viljum sýna yfirvöldum í Kína að við höfum ekki gleymt Tíbet. Við viljum hvetja samlanda okkar til að gera eitthvað til að sýna þessari kúguðu þjóð stuðning. Þeim sem er nóg boðið er frjálst að mæta, hitta annað fólk sem lætur sig annt um Tíbeta og þeirra ánauð.

3. Við viljum sýna Tíbetum í Tíbet sem og þeim sem þurft hafa að flýja landið stuðning í verki. Hægt og bítandi er félagið að stofna til tengsla við önnur félög útlaga og Tíbetvina víðsvegar um heim. Það er mikilvægt fyrir Tíbeta að heyra af stuðning þó hann sé ekki stór í sniðum. 

4. Við mætum þarna til að deila fréttum og varpa fram hugmyndum um hvað við getum gert, bæði sem einstaklingar og hópur til að vekja athygli á Tíbet.

Nú höfum við mætt fyrir utan sendiráðið samtals 28 sinnum, munum gera eitthvað sérdeilis sérstakt þegar við tökum þrítugustu vaktina. Allar hugmyndir vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 899

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband