Leita í fréttum mbl.is

Mengun í Tíbet

TíbetKínversk yfirvöld hafa ákveðið að leggja nokkra milljarða dollara í frekari álvers, báxítnámur og annan námugröft í Tíbet. Nú þegar er búið að höggva niður nánast alla gömlu skógana í Austur-Tíbet, en þeir voru gríðarlega stórir og fornir. Talið er að ein af ástæðum hinna miklu flóða á láglendinu megi rekja til skógarlausra fjallshlíða í Austur-Tíbet.

Þeir ætla að skapa um 17.000 ný störf sem verða flest mönnuð Han-kínverjum. Vekur þessi ákvörðun enn meira vonleysi meðal útlægra Tíbet um að fá tækifæri á að snúa aftur heim og ótta um að menning þeirra muni með öllu glatast. Það er mikilvægt að fólk hafi í huga að nú þegar eru Tíbetar í minnihluta í sínu eigin landi.

Umhverfisverndarsinnar eða umhverfisvísindamenn hafa ekki aðgang að Tíbet til að meta ástandið, en vitað er að landið hefur meðal annars verið notað fyrir kjarnorkuúrgang og feikilega stórar báxítnámur eru í grennd við Lhasa. Það lítur út fyrir að það eigi að gera við Tíbet eins og var gert við héraðið Orissa á Indlandi- það er nánast ekkert hreint vatn eftir þar og mikið samansafn stóriðju, sér í lagi álvera og báxítnáma.

Fann eina áhugaverða grein um mengun í vatni í Tíbet: http://www.futurewater.nl/uk/projects/tibet

Markmið Vina Tíbets er að afla upplýsinga og setja upp eins konar bókasafn með tíð og tíma sem og eilítið safn heimildamynda og kvikmynda er tengjast Tíbet. Hægt er að kíkja á nokkrar nýjar myndir í slóðasafninu hér til vinstri. 

Ef einhver hefur vitneskju um bækur, rit, kvikmyndir sem taka sérstaklega á umhverfismálum í Tíbet, þá endilega látið okkur vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félag

Vinir Tíbets
Vinir Tíbets
Markmið félagsins er að efla menningarleg tengls á milli Íslendinga og Tíbeta. Hafið samband: birgitta@this.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband